BYLGJA DÍS GUNNARSDÓTTIR: MINNINGARORÐ

Í dag er borin til grafar systurdóttir stjúpföður míns, Bylgja Dís Gunnarsdóttir.  Bylgja Dís og yngsta systir mín voru jafngamlar (báðar fæddar árið 1973), var nokkuð mikill samgangur á milli fjölskyldnanna og þær tvær voru mjög samrýmdar langt fram yfir fermingu þeirra beggja.  En þá tóku við ólík áhugamál og þær stofnuðu sínar fjölskyldur en alltaf héldu þær sambandi en þó var minna um heimsóknir.  Bylgja Dís fór í söngnám og síðar fór hún til Skotlands í MBA nám í söng og sem söngkona var hún alveg meiriháttar góð.  Ég gerði mér ekki almennilega grein fyrir því hversu góð söngkona hún  var, fyrr en hún söng við jarðarför bróður míns árið 1998.  Eftir það hitti ég Bylgju Dís nokkuð oft og það sem mér er minnisstæðast við hana er hversu GÆÐIN skinu af henni og öll hennar framkoma bar merki þess.  Hún var mjög trúuð og vann mikið að trúmálum og alls staðar var hún mjög vel liðin.  Þrátt fyrir stuttan lífsferil skilur  Bylgja Dís mikið eftir sig og ekki síst er stórt skarð í fjölskyldunni og hjá öllum sem hana þekktu.  Fjölskyldu hennar sendi ég mínar dýpstu  samúðarkveðjur og óska ég þess að góður GUÐ styrki þau í sorg þeirra en það er alltaf huggun að Bylgja Dís skilur eftir sig góðar og fagrar minningar, sem enginn getur tekið okkur.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég votta þér innilega samúð Jóhann. Ég kynntist Bylgju Dís einmitt um 1998 og eins og þú lýstir, gæðin skinu af henni. Mjög góð kona og líka frábær söngkona. Við maðurinn hennar höfum báðir mikinn áhuga á Bob Dylan og ég hef hitt þau oft eftir þetta á mjög góðum fyrirlestrum sem hann hefur haldið í kirkjum um Bob Dylan í gegnum árin. Ég vissi ekki að hún væri orðin svona veik, en frétti eitthvað um það samt. 

Það er eiginlega ótrúleg sorg þegar svona ungt fólk deyr. Ég þekkti hana ekki náið, en alltaf þegar ég hitti hana og þau hjónin þá voru þau innileg og maður gat spjallað. 

En hún skapaði sér gott nafn sem söngkona og fólk mun minnast hennar með hlýju og söknuði. Ég sendi ykkur öllum samúðarkveðjur.

Ingólfur Sigurðsson, 16.9.2025 kl. 12:04

2 Smámynd: Kolbeinn Hlöðversson

Innilegar súðarkveðjur Jóhann

Kolbeinn Hlöðversson, 16.9.2025 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband