2.8.2007 | 12:20
Er það að framfylgja lögum "mótvægisaðgerðir"?
Í gær tilkynnti iðnaðarráðherra, það sem hluta af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, að það ætti að aflétt 1.200 milljón króna skuld af Byggðastofnun, auk þess ætti að leggja 200 milljónir til nýsköpunarverkefna á tveimur árum. Og til þess að kóróna dæmið var Nýsköpunarmiðstöð opnuð á Ísafirði í gær og var talað um það sem hluta af þessum mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Er virkilega ætlast til þess að landmenn gleypi þetta hrátt? Fyrir það fyrsta þá er ríkisstjórnin bara að framfylgja lögum um Byggðastofnun og gera henni kleyft að starfa samkvæmt því hlutverki sem henni er ætlað samkvæmt lögum, en eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var orðið það lágt að stofnuninni gat ekki lengur sinnt því hlutverki sem henni er ætlað skv. lögum. Þessi ráðstöfun gerir Byggðastofnun kleift að sinna því hlutverki sem henni er ætlað. Auk þess kom fram hjá stjórnarformanni Byggðastofnunar, að stofnunin aðhefst ekkert fyrr en viðskiptabanki fyrirtækisins, sem á í erfiðleikum, "treystir" sér ekki lengur til að aðstoða viðkomandi fyrirtæki. Nýsköpunarsjóður starfar samkvæmt lögum, sem voru sett um hann á Alþingi síðastliðinn vetur, þegar Iðntæknistofnun og RB sameinuðust. Þarna er saga "mótvægisaðgerðanna" komin.
Tilkynningin um niðurskurðinn á afla næsta fiskveiðiárs kom 06.07.07 en ennþá hefur ekkert bitastætt komið frá stjórnvöldum um það hvernig eigi að bregðast við núna tæpum mánuði eftir að var tilkynnt um þennan mikla niðurskurð. Ég hef skrifað um það hérna áður á blogginu að ég held að það verði engar svokallaðar "mótvægisaðgerðir" ég hef ekki séð neitt hingað til sem bendir til að þær verði nokkrar og þangað til breytist skoðun mín ekki.
Iðnaðarráðherra: 1.200 milljóna kr. skuld Byggðastofnunar verði aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 361
- Sl. sólarhring: 396
- Sl. viku: 2510
- Frá upphafi: 1837494
Annað
- Innlit í dag: 219
- Innlit sl. viku: 1431
- Gestir í dag: 192
- IP-tölur í dag: 191
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Magnaður andskotans blekkingarleikur. Síðan rísa malbiksmolbúarnir upp á afturlappirnar rífandi kjaft um að þeirra skattpeningar séu gróflega misnotaðir. Djöfull vantar orðið mikið upp á að skríllinn sem malbikið hylur á stórhöfuðborgarsvæðinu komist í takt við lífið í landinu. Enda ekki nema von þar sem hver hausinn á fætur öðrum virðist hafa orðið fyrir varanlegum svifryksskemmdum. Hefur þessum andskotans mengunarheilum aldrei dottið til hugar að það eru flest allir landsmenn sem borga skatta. Hvernig þætti hjörðinni það ef við sem á landsbyggðinni búum værum sýnt og heilagt röflandi misnotkun á okkar skattfé þegar byggð er og endurbætta hver stofnbrautin á eftir annarri innan borgarmarkana, nafnið stofnbraut þíðir það að þá verði ríkið að fjármagna herlegheitin,sem sagt af mínum skattpeningum. Til hver í helvítinu ætti ég að vera ánægður með það að mínir skattpeningar séu notaðir til uppbyggingar vega fyrir lið sem ekkert kann að keyra, og er í kapphlaupi dauðans við að keyra hvern annan í drullu. Ég er löngu búinn að fá hundleið á yfirgangi og frekjunni í þessu liði, sem heldur í alvörunni að gjaldeyristekjur þjóðarinn framleiðist eingöngu í svif og útblástursskýi höfuðborgarinnar.
kv.Halli
Hallgrímur Guðmundsson, 2.8.2007 kl. 13:06
Þarna erum við sko á sama bát Jóhann,þetta er svona og bara skömm allt/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 3.8.2007 kl. 15:34
Tek undir með báðum"Höllunum"Þetta er að verða eitt alsheljar Hallelúja.Það mætti segja mér að það væri styttra í"stóra skellinn"en menn grunar
Ólafur Ragnarsson, 3.8.2007 kl. 20:21
Mér finnst ólíklegt að í nokkru öðru ríki finnist jafn margir sjóðir sem hafa verið notaðir til vinagjafa eins og á okkar góða landi. Allir hafa þessir sjóðir fæðst eftir þjáningarfulla meðgöngu pólitíkusa. Samdar hafa verið um þá reglur af lærðum mönnum sem flestir hafa þegið fyrir ofurlaun ofan á sín föstu laun hjá ríkinu.
Umsækjendur hafa verið metnir eftir pólitískri vild og úthlutað samkvæmt því.
Þetta veit öll þjóðin og hefur sætt sig við. Hún veit að vegir stjórnmálamanna eru órannsakanlegir og horfir niður í súrinn sinn eins og niðursetningurinn forðum á Fæti undir Fótarfæti.
Vel unnin áætlun um atvinnuskapandi fyrirtæki á að vera gulls ígildi og hana á að styrkja með þolinmóðu lánsfé. Þessu þarf svo að fylgja eftir með stöðugu eftirliti hlutlausra bókhaldsfyrirtækja á vegum viðkomandi sjóða.
Við skipan í stjórn þessara sjóða þarf að tryggja sem best faglega þekkingu.
Það er hægt að gera með því að fela þá vinnu mönnum sem hafa skarað framúr í atvinnulífinu. Það þarf að finna leiðir til að nýta reynslu slíkra manna í þágu atvinnulífsins, en án þess að það verði þeim íþyngjandi.
Árni Gunnarsson, 3.8.2007 kl. 23:52
Ég er mjög svo sammála síðasta ræðumanni honum Árna sem segir held ég allt sem segja þarf um þessi mál.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2007 kl. 02:33
"Við skipan í stjórn þessara sjóða þarf að tryggja sem best faglega þekkingu". Ég veit Árni alveg nákvæmlega hvað þú átt við. En hverjir eiga að tryggja þessa faglegu þekkingu? Árni! Nú hef ég nokkuð mikla reynslu af því hvernig er að vera "sprotakarl" eða í forsvari fyrir nýsköpunarverkefni. En til að minnka áhættuna á því að ég æli á takkaborðið mitt - þá verð ég að hafa þetta stutt. Því það er sama hvert litið er.. Nýsk-sjóður, Impra eða hinir ýmsu sjóðir sem tengðir eru þróunarfélögum á landsbyggðinni... þá kemur pólitísk stöðuveiting allta í fyrsta sæti..þá krafa á hendur "sprotanum" um endalausar skýrslur svo bugreisarnir hafi eitthvað við að dunda. Síðan koma fundir og mannfagnaðir í því þriðja og einhverju þvi mikilvægasta af öllu. Sprotnum er svo umffram allt þvælt á milli og haldið uppteknum við allt annað en það sem hann er bestur í og ætti að vera að einbeita sér að........ Nú er ég alveeg að fara að æææla......
Atli Hermannsson., 6.8.2007 kl. 13:44
Auðvitað erum við sammála um þetta Atli. Það er helv. pólitíkin sem hindrar ævinlega að svona sjóðir nái tilgangi sínum. Þetta byrjar allt- og snýst síðan um að bjóða fréttamönnum til veislu þar sem fósturbörn pólitíkusanna koma fram í hlutverki jólasveinsins. Mér er næst að halda að sjaldnast sé tilgangurinn annar en sá að skapa stjórnarstörf fyrir flokksgæðinga. Eitt af mörgum dæmum sem ég man eftir um úthlutun pólitískra bitlinga er þegar eiginkona Þorsteins Pálssonar var skipuð formaður HAFNARNEFNDAR Í REYKJAVÍK.
Nýsköpun! Kommúnistaríkið Ísland undir stjórn Sjálfstæðisflokksins "skapar" dýrustu störf sem þekkjast og þau eru í álverum sem eru upphaf og endir í atvinnuskapandi hugmyndafræði í Valhöll. (Fyrir utan félagsmálastofnun vonlausra pólitíkusa)
Við eigum að borga stjórnmálamönnum okkar gott kaup fyrir að láta þjóðina í friði í svona tvö ár. Þessi tvö ár fengjum við svo stjórnina í hendur Baugsfeðgum, Bakkavararbræðrum og Pálma Haraldssyni.
Árni Gunnarsson, 8.8.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.