Góður leikur? - En sigurinn var góður og langþráður.

Ekki var nú leikur Íslenska landsliðsins neitt frábær, en vörnin var þokkaleg og einstaka menn voru mjög góðir og greinilegt að Hermann Hreiðarsson er mjög góður fyrirliði, að mínum dómi datt leikur liðsins aðeins niður fyrst eftir að Eiður Smári kom inná, því miður virðist það vera að leikmenn "ætlist" til að hann geri alla hluti upp á sitt einsdæmi.  Er ekki málið að Eiður Smári er bara nokkrum númerum of stór fyrir landsliðið okkar.  Að vita af honum á "bekknum" er kannski meira aðhald fyrir leikmennina en að hafa hann inná vellinum?  Það að tileinka Ásgeiri Elíassyni þennan sigur er eitthvað það mest viðeigandi sem hægt var að gera.
mbl.is Ánægður með baráttuna og úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband