Virðing Alþingis!!???

Þetta var til umfjöllunar á síðustu starfræksludögum Alþingis þegar þingmenn voru 60 (til hvers var verið að fjölga þeim?).

Einhverjir uppátækjasamir menn tóku sig til og klæddu sig í jólasveinabúning og mættu í Alþingishúsið og gáfu þingmönnum epli.  Eitthvað fór þetta uppátæki fyrir brjóstið á einhverjum og var brugðið á það ráð að hringja í lögregluna og var beðið um það að jólasveinar yrðu fjarlægðir úr Alþingishúsinu. - Lögreglan sendi 60 manna rútu á staðinn.  Mér sýnist þjóðin hafa svipaðar taugar til Alþingis og þá.  Menn/konur verða að ávinna sér virðingu og sýna fram á að það sé innistæða fyrir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Jói
sú virðing sem að maður bar til lögjafarsamkundunar er óðum þverrandi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.11.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún þvarr hjá mér eftir frumvarpið um fjölmiðlalögin.

Ekki svo að skilja að ég hafi haft neinn sérstakan áhuga á þessu málefni en tilburðir Davíðs og litlu snatanna hans voru auðvitað fáránlegir. Og svo hoppuðu frammarnir í kringum allt eins og illa vandir hvolpar og gjömmuðu hver upp í annan.

það tekur Alþingi tvö kjörtímabil eða þrjú að þurrka Davíðstímann úr hugum þjóðarinnar,-ef vel tekst til. 

Árni Gunnarsson, 28.11.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig!Kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson, 29.11.2007 kl. 08:16

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég hefði viljað sjá þetta uppátæki í mynd Jóhann

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.11.2007 kl. 02:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg hárrétt hjá þér að virðing er áunninn en ekki keypt eða heimtuð.  Þeir sem krefjast virðingar af lýðnum, þurfa að sæta því að verða að haga sér þannig að þeir ávinni sér virðingu þjóðarinnar.  En mönnum gengur illa að læra þetta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband