Aldrei kæmi til greina að menn þyrftu að segja af sér vegna "pólitískra" ráðninga hér á Íslandi!!!!!

..en þetta verður fólk að láta sig hafa úti í hinum stóra heimi nú síðast höfum við dæmi frá Noregi en svona smámuni þurfa stjórnmálamenn á Íslandi ekki að vera að spá í, hér eru menn kosnir til fjögurra ára og gera bara það sem þeim sýnist, þurfa ekki að vera að spá í einhverja kjósendur nema hálfum mánuði fyrir kosningar á fjögurra ára fresti og þá er bara að vona að þessir kjósendur verði búnir að gleyma "pólitískum" ráðningum, mannréttindabrotum og öðru sem þeim kom ekkert við, sem var gert undanfarin fjögur ár.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sammála þér.  Við erum alltof værukær um rétt okkar og valið á kjördag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Verst að þetta klúður í Noregi kom tveim mánuðum of seint.

Hversvegna sagði þessi blessuð kona ekki bara: Valdið er hjá mér!

Kannski hugnast öðrum þjóðum bara ekki íslenska módelið.

Árni Gunnarsson, 16.2.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband