Þegar maður verður fertugur, verður maður þá ekki lengur þáttakandi í þjófélaginu?

Ég fór á bensínstöð í morgun og ætlaði að kaupa þurrkur á bílinn minn.  Ég spurði ungan mann þarna hvort hann ætti ekki til vinnukonur fyrir þennan bíl og benti honum á bílinn minn fyrir utan.  

Ungi maðurinn horfði undrandi á mig og sagði:   "Nei, við erum bara hérna með stráka til að setja bensín á bílinn en engar vinnukonur."   Ég varð ekki síður undrandi og spurði:  "Ég sé ekki betur en að þið séuð með vinnukonur þarna upp á vegg." Augnablik sá ég bregða fyrir ótta hjá á honum og ég sá hvað hann hugsaði(líklegast snarruglaður kúnni). En þegar hann horfi á það sem ég var að horfa á þá kom skilningsglampi í augun hans og hann sagði."Jááááá!,  þú meinar glugga clean."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glugga clean hahahahaha.... ótrúlega fyndið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, og þetta er fólkið sem á að erfa landið!

Helgi Þór Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 15:41

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

.......

Hallgrímur Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 22:47

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Já Jói við tölum bara forníslensku, glugga clean

Grétar Rögnvarsson, 3.4.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Við erum sennilega að verða gamlir, eða eitthvað, svona uppákomum er maður að lenda ítrekað í, hættur að taka eftir því, en það verður bara að brosa...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband