Föstudagsgrín

Gömul hjón höfðu verið gift í fjöldamörg ár þrátt fyrir að vera afskaplega í nöp við hvort annað.  Hjónin voru sífellt að rífast og oft mátti heyra öskur og læti frá íbúð þeirra fram á nótt.  Sá gamli var gjarn á að hóta konu sinni því að þegar dagar hans væru taldir myndi hann grafa sig upp úr jörðinni og ofsækja hana.  Þessar hótanir fóru ekki fram hjá nágrönnum hjónanna sem voru skíthæddir við gamla karlinn sem þeir töldu “rammgöldróttan”.  Síðan kom að því að gamli maðurinn lést, við dularfullar aðstæður.  Eftir jarðarförina var sú gamla mætt á barinn þar sem hún lék á alls oddi og djammaði og djúsaði langt fram á nótt.Nágrönnum hennar kom þetta Spánskt fyrir sjónir og gengu á kellu og spurðu hana hvort hún væri ekki hrædd við að karlinn myndi grafa sig upp og ofsækja hana?Sú gamla lagði frá sér vodkaflöskuna, brosti og sagði: “Látum gamla skrattann grafa, ég lét jarða hann öfugan í kistunni”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 2.5.2008 kl. 20:58

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Góður þessi!!!!/hafðu góða helgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.5.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.5.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband