Það þurfti nú engan utanaðkomandi sérfræðing til að segja okkur það. Hins vegar "hraunar" hann svo yfir ríkisstjórnina og Seðlabankann og þá vill hann að Seðlabankinn hverfi frá "verðbólgumarkmiðum" sínum, það þurfi að lækka gengi krónunnar hið snarasta, til þess að lækka viðskiptahallann, því ekkert hagkerfi geti gengið til lengdar með svona mikinn viðskiptahalla eins og sé hér á landi. Hann telur það óráðlegt að taka upp evru eða nokkurn annan erlendan gjaldmiðil, án þess að nefna rök fyrir máli sínu. En eitt ber að skoða en svo virðist að VERÐBÓLGA HAFI VAXIÐ, MEÐ HÆKKUN STÝRIVAXTA það er engu líkara en "hryðjuverkamennirnir" í Seðlabankanum hafi þar óafvitandi (eða maður verður að vona það) unnið á móti "verðbólgumarkmiðinu". Það hefur verið bent á það að vegna þess hve við erum í alþjóðlegu umhverfi, séu vaxtabreytingar ekki lengur það "vopn". sem þeir voru fyrir alþjóðavæðinguna, en samt sem áður eru þeir það eina sem "hryðjuverkamönnunum" í Seðlabankanum dettur í hug að nota. Þetta er bara eitt dæmi um það hversu þessir menn valda starfi sínu illa, kannski þarf að hækka laun þeirra meira svo þeir fari að vinna? Það er ekki óþekkt að bankastjórar fái NOKKUR HUNDRUÐ MILLJÓNA fyrir að fara í vinnu. Aðgerðir/aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar er orðið svo algert að jafnvel utanaðkomandi blöskrar, um daginn sagði Forsætisráðherra að innan ríkisstjórnarinnar væri verið að vinna baki brotnu að aðgerðum í efnahagsmálum. Ég verð nú bara að segja að þá sjaldan, sem meðlimir ríkisstjórnarinnar eru til staðar hér á landi, get ég ekki séð nokkra einustu misfellu á bakinu á þeim.
![]() |
Bankaáhlaup hafið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
-
annabjorghjartardottir
-
arnarthorjonsson
-
skagstrendingur
-
formula
-
reykur
-
flinston
-
asthildurcesil
-
biggilofts
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
bjornaxelsson
-
bokin
-
dagsol
-
einarbb
-
einarvill
-
einarorneinars
-
finnur
-
fritzmar
-
georg
-
gislim3779
-
gudbjornj
-
gutti
-
elnino
-
manix
-
zumann
-
gmaria
-
noldrarinn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gunnsithor
-
gustafskulason
-
halldorjonsson
-
hallurhallsson
-
hbj
-
hallibjarna
-
heimssyn
-
formannslif
-
diva73
-
helgatho
-
helgigunnars
-
hordurhalldorsson
-
ingagm
-
ingolfursigurdsson
-
thjodfylking
-
astromix
-
fun
-
jensgud
-
ezuz
-
joiragnars
-
johannvegas
-
jaj
-
fiski
-
jonerr
-
bassinn
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusvalsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristinn-karl
-
kristinthormar
-
stinajohanns
-
keh
-
kristjan9
-
magnuss
-
magnusthor
-
odinnth
-
solir
-
olafurjonsson
-
os
-
pallvil
-
ragnar73
-
rosaadalsteinsdottir
-
hughrif
-
fullveldi
-
seinars
-
nafar
-
holmarinn
-
sigurdurig
-
siggiflug
-
siggith
-
sigurjonth
-
stormsker
-
timannatakn
-
tibsen
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valur-arnarson
Nýjustu færslur
- SEGJUM EES SAMNINGNUM UPP OG HÆTTUM ÞESSU ESB DAÐRI........
- BROTTREKSTURINN VAR ÞÁ EKKERT ANNAÐ EN "PÓLITÍSK HEFNDARAÐGER...
- ÞAÐ ER NEFNILEGA NOKKUÐ MARGT Í EFNAHAG LANDSINS SEM HEFUR ÁH...
- ER EKKI KOMIÐ NÓG????
- TIL HAMINGJU MEÐ ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN Í DAG NORÐMENN HEIMA EÐA A...
- MEÐ ÖLLU ÓBOÐLEGUR FRÉTTAFLUTNINGUR OG EINHLIÐA OG LANGT FRÁ...
- ÞAÐ ÞARF AÐ VERA "FRIÐARVILJI" TIL STAÐAR HJÁ SELENSKÍ TIL AÐ...
- REYKAVÍKURBORG ER ÖRUGGLEGA EKKI EINA SVEITARFÉLAGIÐ SEM FER ...
- ÞÁ ER BÚIÐ AÐ UPPLÝSA ÁSTÆÐUNA FYRIR "AÐGERÐARLEYSI" DÓMSMÁLA...
- KANNSKI FINNST EINHVERJUM AÐ FULLLANGT SÉ GENGIÐ MEÐ ÞESSU - ...
- MEÐ ÖÐRUM ORÐUM - ÞAÐ ER ÞÁ EKKI ALVEG Á HREINU AÐ EINHVERJUM...
- HÚN VERÐUR AÐ RÆÐA VIÐ HANN UM MÁLEFNI ÍSLANDS OG VARNARSAMNI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.5.): 158
- Sl. sólarhring: 161
- Sl. viku: 1404
- Frá upphafi: 1885964
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 788
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna erum við algjörlega sammála Jóhann /þetta er að leiða þjóðina i ógöngur/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 6.5.2008 kl. 15:32
Sá sem stýrir Seðlabankanum í dag, hefur svo sannarlega séð sjálfum sér farborða á okkar kostnað, svo það er ekkert um það að ræða að hækka launin við hann. Sjaldan launar kálfur ofeldið. Það ætti frekar að reka hann og taka af honum allar sporslurnar sem hann er búin að sanka að sér, og láta hann svara til saka um glöp sín i starfi, bæði efnahagslega og svo líka stjórnmálalega, til dæmis fyrir stuðning við innrásina í Írak,ég vona svo sannarlega að þessi maður fái að gjalda þess hvernig hann hefur farið með vald sitt. Ég eiginlega legg það á og mæli um, að svo muni verða miklu fyrr en seinna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.