"Opin" dagskrá?

Ég tek undir, með bloggvini mínum Ómari S. Gíslasyni.  Eftir að útsendingar frá formúlunni fluttust frá RÚV til SÝNAR sem síðar var STÖÐ2 sport, virðist ekki vera á hreinu hvenær tímatökur og keppni eru, en það eru einu viðburðirnir í formúlunni, sem eru í "opinni" dagskrá.  Þegar SÝN náði til sín réttinum á útsendingum var það skilyrði sett að tímataka og keppni yrðu að vera í opinni dagskrá væntanlega til þess að "rýra" ekki möguleika fólks á að fylgjast með íþróttinni.  Eitthvað virðist þetta ákvæði fara fyrir brjóstið á forráðamönnum 365, því þeir hafa tekið þann "pólinn í hæðina" að gera engan greinarmun á því hvað verði á dagskrá í viðkomandi formúluþáttum og því verða þeir sem vilja sjá tímatöku eða keppni að finna út úr því af eigin rammleik hvenær þessir þættir verða á dagskrá , svo er auðvitað hægt að kaupa áskrift að STÖÐ2 sport.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband