Óbreytt ástand þegar þú átt leið um Hvaleyrarholt.......

Hvaleyrarlónið er fallegt en það er engin paradís.  Ég er búinn að búa á holtinu í rúmlega 30 ár, fyrstu árin sem ég bjó þar kom alltaf einhver bölvuð drullufíla þarna yfir á sumrin og vildu menn kenna um fiskimjölsverksmiðju, sem þarna var staðsett, en svo hætti fiskimjölsverksmiðjan starfsemi en lyktin var áfram, þá var farið út í að kenna litlum fiskverkendum, sem voru þarna um ósómann.  En það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum sem það uppgötvaðist að í Hvaleyrarlóninu er svo mikil rotnun, lónið tæmist svo til alveg á fjöru, að þessi drullupest sem liggur yfir Hvaleyrarholtinu og er náttúrulega alverst á sólríkum sumardögum, kemur úr lóninu.  En vegna þess að það eru einhverjir fjórir Flórgoðaræflar sem verpa þarna, má ekkert hreyfa við þessu og nú á alveg að friða þetta, vonandi eru þeir sem fyrir þessari friðun standa, búnir að finna einhverja "patentlausn" á þessu vandamáli okkar sem búum uppi á Holti.
mbl.is Vilja friðlýsa fimm svæði í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hvað segirðu Jóhann, en kostulegt.

Ég er búin að vinna uppi á Hvaleyrarholti í tíu ár í haust.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband