Föstudagsgrín

Maður einn gekk inn í stórmarkað í Bandaríkjunum og spurði einn af starfsmönnunum hvort ekki væri hægt að fá hálft salathöfuð.  Ungi maðurinn sem tók á móti viðskiptavininum sagði honum að ekki væri hægt að kaupa hálft salathöfuð það yrði að kaupa heilt.  Viðskiptavinurinn gafst ekki upp þannig að ungi maðurinn ákvað að spyrja verslunarstjórann hvort þetta væri mögulegt.  Hann gekk á bak við og sagði við verslunarstjórann: “Það er eitthvert fífl þarna frammi sem vill kaupa hálft salathöfuð” um leið og hann lauk setningunni sá hann að maðurinn stóð fyrir aftan hann og þá bætti hann við: “og þessi herramaður fyrir aftan mig vill kaupa hinn helminginn!”Verslunarstjórinn var fljótur að ná þessu og leyfði honum að selja viðskiptavininum hálft salathöfuð.  Á eftir kom hann að máli við unga manninn og sagði: “Okkur hérna líkar vel við starfsmenn sem geta hugsað.  Hvaðan ert þú góði minn?”“Ég er frá Minnesota” svaraði ungi maðurinn.“Jæja af hverju fórstu þaðan?” spurði verslunarstjórinn.Ungi maðurinn svaraði: “Æ, það eru bara hórur og íshokkíspilarar í Minnesota”“Virkilega” sagði verslunarstjórinn undrandi “konan mín er einmitt frá Minnesota!”“Virkilega!” sagði ungi maðurinn, “með hvaða liði spilar hún?”

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Góður !!

gudni.is, 6.6.2008 kl. 10:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Þessi er góður Jóhann

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband