Svo bregðast krosstré sem önnnur tré.

Svo lengi sem ég man eftir mér (sem er nú orðið lengra en ég kæri mig um að muna), hefur verslunin "Veiðimaðurinn" í Hafnarstræti verið einn af "föstu" punktunum í miðbænum og víst er að þaðan eiga margir veiðimenn og aðrir góðar minningar.  Vissulega hafa orðið miklar breytingar á versluninni í gegnum árin en manni mætti alltaf gott viðmót og allt var gert til að leysa úr málum viðskiptavinanna á sem bestan og öruggastan  máta.  Ég vil þakka eigendum og starfsfólki "Veiðimannsins" góð og vel unnin störf í gegnum árin og fullyrði að þeirra verður saknað ennfremur vil ég óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.
mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já tek undir þetta. Það er söknuður af þessari verslun úr hjarta borgarinnar.

Ólafur Þórðarson, 2.7.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þá stendur eftir spurninginn.. afhverju leggur Veiðimaðurinn upp laupana ?   er miðbærinn ekki bara í dauðateygjunum ?

Óskar Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 10:08

3 identicon

Vel mælt og drengilega eins og þín er von og vísa. Ætli komi ekki bara kaffihús þarna fyrir 101 liðið?

Prófessor Mambó (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Landfari

Þessi fyrirsögn á bloggfærslunni finnst mér nú óviðeigandi og ekki í samhengi við færsluna hjá þér.

Annars er ég sammála að það verður miðbænum ekki til framdráttar að missa burt verslanir og sérlega sárt að horfa á eftir þessum gamalgrónu. Þó Veiðimaðurinn hafi ekki verið íkja lengi á þeim stað sem hann er nú er mikil eftirsjá í honum en vinandi kemur ekki enn einn pöbbinn þarna.

Landfari, 2.7.2008 kl. 10:49

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Æ já Jói nú erum við kmnir á þann aldur að við viljum hafa hlutina óbreytta :)

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.7.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband