26.7.2008 | 13:53
Eldsneytisverðið – Eru þolmörk okkar neytendanna í felum?
Nú síðustu daga hefur heimsmarkaðsverð á olíu verið að LÆKKA, jú olíufélögin lækkuðu verðið lítillega (ekkert í samræmi við lækkunina á heimsmarkaðsverðinu) nema N 1 en þar á bæ ætla menn að bíða og sjá til hvort þessi lækkun verði varanleg en það er sko ekkert beðið og séð til hvort HÆKKANIR verði varanlegar heldur er hækkað strax og þá alveg í samræmi við hækkunina á heimsmarkaðsverði.En hvenær fáum við neytendur nóg? Ég get ekki betur séð en að sársaukamörk okkar séu ansi há þegar kemur að eldsneytisverði. Þetta heitir á máli hagfræðinga að eftirspurnin eftir eldsneyti sé óteygin, sem þýðir á mannamáli að verðið á því hafi EKKI mikil áhrif á eftirspurnina. Það er engu líkara en við ætlum bar að láta allt yfir okkur ganga, þegjandi og hljóðalaust, Olíufélögin komast upp með það að taka okkur ósmurt í ra....... þó svo að þau eigi nóga smurningu og við bara keyrum inn á næstu bensínstöð og fyllum á bílinn með bros á vör. Fyrir einhverjum vikum síðan gekk tölvupóstur á milli manna, þar sem hvatt var til að ákveðin Olíufélög yrðu hundsuð, hvað varð um það, var þetta ekki bara eins og hver önnur bóla hjá einhverjum sem fannst að það þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu en svo dagaði þessi annars góða hugmynd uppi því það er ekkert til sem heitir samstaða eða eftirfylgni. Hvar er samstaða okkar? Því er nú fljótsvarað, HÚN ER BARA ENGIN OG HEFUR ALDREI VERIÐ NEIN, ég vil leyfa mér að vitna í gamlan dægurlagatexta máli mínu til stuðnings: Á Íslandi við getum verið kóngar öll sem eitt. Við erum með batterí hér sem heitir FÍB, það eina sem er gert á þeim bæ er að nöldra reglulega yfir því hvað verðið er hátt og að olíufélögin séu að HÆKKA sína álagningu en þeir koma aldrei með neinar tillögur til úrbóta. Það væri margt hægt að gera til að hafa áhrif á þessa þróun t.d væri hægt að vera með bíllausan dag einu sinni í mánuði, það væri hægt að taka frá t.d annan sunnudag hvers mánaðar, þá hugsa sjálfsagt einhverjir með sér: Já en ÉG fer alltaf í golf annan sunnudag hvers mánaðar og svo þarf ÉG nú alltaf að skjótast eitthvað ÉG get ekki tekið þátt í þessu en málstaðurinn er góður. Það verða EINHVERJIR AÐRIR að gera þetta. Og svo kemur talsmaður neytenda öðru hvoru fram í sjónvarpi og tilkynnir það að bensínverð sé orðið ansi hátt, sem valdi sér áhyggjum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott og sönn skammarræða!!!!!,+orðu i tima töluð/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 27.7.2008 kl. 01:26
Getur verið að þessi hægfara lækkun hafi eitthvað með það að gera að verslunarmannhelgin er framundan?
Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 10:20
Frábær grein hjá þér Jóhann minn og svo sönn. Ég ætla að fara að draga fram hjólið mitt. Þetta er alveg satt sem þú segir. Við verðum öll að taka afstöðu og vera með. Það gildir um okkur sjálf en ekki HINA. Takk fyrir þetta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.