Föstudagsgrín

Kona ein var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni. Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið. "Varlega varlega...! Settu meira smjör!  Guð hjálpi mér...!  Þú ert að steikja Of mörg egg í einu. OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!""Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA! Ég sagði VARLEGA! Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar! ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig! Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni? Ekki gleyma að salta eggin. Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt. NOTA SALT! S A L T!"  Konan horfði á hann og sagði. "Hvað er eiginlega að þér? Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"Eiginmaðurinn svaraði rólega, "Mig langaði bara að leyfa þér að finna hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum."....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...vel þekkt staða...í bílnum auðvitað.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.8.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

 Sá hefur verið orðinn SPÆLDUR á henni.

Einar Örn Einarsson, 8.8.2008 kl. 17:42

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Flottur þessi/!!!!!Hafðu góða helgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.8.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband