Hvor er nú gamli Sæfari?

Ef bara hefði nú verið sagt, í þessari frétt, að  fyrri Grímseyjarferjan, hafi verið seld á 620 þúsund evrur sem eru um 76 milljónir króna.  Ein meinleg villa er í þessari frétt en þar segir að kaupverðið hafi verið 620 þúsund evrur eða um 76 milljónir, þegar maður selur eitthvað er ekki talað um kaupverð heldur söluverð. Enn einu sinni verð ég að benda blaðamönnum mbl.is á Íslenskunámskeið.  En salan á þessu "gamla" skipi fyrir 76 milljónir er hrein gjöf miðað við að kaupa "nýja" Sæfara á 120 milljónir, sem var í mörgum sinnum verra ástandi búinn að liggja í reiðuleysi í mörg ár og til þess að koma skipinu í "sómasamlegt" horf varð að henda í hann á fjórða hundrað milljónum.  En að sjálfsögðu ber enginn ábyrgð á þessum viðskiptum, í það minnsta tekur enginn ábyrgð á þessu.
mbl.is Sæfari til Svíþjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband