Hvað varð um MJÚKU SNERTILENDINGUNA?????

...sem Forsætisráðherra talaði svo fjálglega um að yrði í Íslensku efnahagslífinu.  Mér fannst þessi "mjúka snertilending" nokkuð harkaleg og hefði ekki viljað upplifa "harkalega lendingu".
mbl.is Fjármálafyrirtækin í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Harkalega lendingu? Þetta er nú meira í líkingu við að flugstjórinn hafi reynt að lenda þversum á flugvellinum en hafi rekist á flugturninn og endað með að brotlenda á sjálfri flugstöðvarbyggingunni! Góðir flugmenn geta staðfest að það borgar sig ekki að reyna að lenda þversum, sérstaklega ekki í hvössum hliðarvindi.

Það er sífellt að koma betur og betur í ljós að svo virðist sem það hafi einmitt verið markmið stjórnenda að valda sem mestu tjóni, a.m.k. er það eina verkefnið sem virðist ætla að heppnast. Spurning hvað þeir bera í býtum fyrir sjálfa sig, ætli þeir séu ekki bara að semja við IMF núna um skilmálana fyrir eigin landflótta. Getur verið að þeir séu einfaldlega að semja um pláss fyrir sjálfa sig á einhverri suðurhafseyju sötrandi kokteila, gegn því að skilja okkur þrælana eftir hér í myrkinu og kuldanum undir járnhæl IMF svo börnin okar og barnabörn geti stritað upp í skuldirnar...? Það væri nú alveg í samræmi við framkomuna hjá þessum spilltu og vanhæfu stjórnmálamönnum, nærtækasta dæmið um slíkt eru auðvitað eftirlaunalög Davíðs og félaga.

Það verður að gera byltingu, og það sem fyrst.

Austuvöllur á laugardaginn kl. 15:00

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband