Verðtrygginguna af strax!!!!!

Þegar þetta efnahagsástand er svona yfir okkur er það lágmarkskrafa okkar, sem eigum að borga fyrir óstjórnina, spillinguna og bruðlið síðustu ár, að við fáum réttar og fölskvalausar upplýsingar um stöðu mála og um það hvað sé framundan.  En í þessu efni hafa stjórnvöld staðið sig með hreinni hörmung.  Maður hefur það ekki á tilfinningunni að þau séu steinsofandi, ekki heldur að þau séu alveg meðvitundarlaus, heldur að allir í ríkisstjórninni séu í dauðadái og ættu bara að vera á gjörgæslu, þau eru víst frekar stutt frá því að fara í líkhúsið.

Á meðan verðbólgan æðir upp og fólk upplifir það að VERÐTRYGGÐU lánin þeirra hækka um tugi þúsunda á hverjum mánuði, þá talar ríkisstjórnin um TÍMABUNDNA niðurfellingu á verðtryggingunni.  Er ekki í lagi með fólk, hvað er tímabundin niðurfelling á vertryggingunni til langs tíma? Er það þrír mánuðir, sex mánuðir, eitt ár eða tvö ár?  Það hefur hver "spekingurinn" á fætur öðrum komið fram og sagt frá hversu örðugt, misjafnlega örðugt þó, það væri að afnema VERÐTRYGGINGUNA.  Allt ber að sama brunninum, ÞESSI AÐGERÐ YRÐI AÐ ÖLLUM LÍKINDUM BANABITI LÍFEYRISSJÓÐAKERFISINS, með öðrum orðum sagt þá verður að okra á landsmönnum til þess að halda lífinu í einhverju "hundúreltu" lífeyrissjóðakerfi, sem fólkið á sjálft og er þar að auki háð því að sem flestir haldi sínum störfum svo það greiði sín lífeyrissjóðsgjöld og það sem meira er að það geti greitt lífeyrissjóðslánin sín.  Við verðum að taka það með í reikninginn að það eru tvær hliðar á peningnum.  HRYNUR LÍFEYRISSJÓÐAKERFIÐ EKKI HVORT EÐ ER EF FÓLK MISSIR VINNUNA OG GREIÐIR EKKI Í LÍFEYRISSJÓÐI OG GETUR EKKI HELDUR BORGAÐ LÍFEYRISSJÓÐSLÁNIN?  Menn hafa komið voða myndugir fram í sjónvarpi og skrifað um það stórar og miklar greinar, að það sé nú ekki hægt að afnema verðtrygginguna með einu pennastriki og hafa nefnt ýmis misgáfuleg rök fyrir þessu.  Ég er nú orðinn það gamall að ég man eftir því þegar vertryggingin var afnumin af LAUNUM með einu pennastriki. Á því voru engin vandkvæði því skyldu vera vandkvæði á því að afnema verðtryggingu á SKULDUM?

Sá orðrómur gengur nú fjöllunum hærra, að það standi til að hækka stýrivextina og þar með komi vaxtastigið í landinu til með að hækka.  Ef þetta er á einhverjum rökum reist, þá spyr ég bara: ER ÞAÐ YFIRLÝST MARKMIÐ STJÓRNVALDA AÐ SETJA ALLT ATVINNULÍF OG ALMENNING Á ÞESSU LANDI Á VONARVÖL OG ÆTLA STJÓRNVÖLD VIRKILEGA AÐ HORFA Á AÐGERÐARLAUS?   Það er kannski rétt að minna á það að ef ekki eru heimili eða atvinnulíf í landinu þá er heldur engin þörf á ríkisstjórn eða Alþingi.  Hve oft þarf að segja þessum "hryðjuverkamönnum" í Seðlabankanum að stýrivaxtastigið hefur engin áhrif á verðbólguna.  Verðbólgan er tilkomin vegna ytri aðstæðna og stýrivextirnir breyta þeim ekkert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna segir að íbúðalánasjóður tæmist ef verðtrygging sé lögð af eða fryst. kannski en verður það þá ekki eins og með lífeyrirssjóðina þeir verða tómir. En ef margir eru að flýja þessa ógnarþróun þá verða færri til að borga, ekki getum við þessar örfáu hræður sem eftir verða haldið uppi íbúðalánasjóð

Guðrún (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:01

2 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Það er ekkert skrítið þó allir sjóðir eins og Íbúðalánasjóður og lífeyrisjóðir tæmist. Það er búið trukka niður allt sem heitir framleiðsla í landinu eftir að farið var að mylja undir verðbréfasukkliðið. Skapist ekki verðmæti til útflutnings kemur ekkert inn í sjóði hvað þá til heimila og fyrirtækja. Það er nú víst sannað mál að verðbréf halda ekki í okkur lífinu og eru höfuð orsök hvernig nú er komið.

Sigurbrandur Jakobsson, 8.11.2008 kl. 11:35

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Jói  Finnst þer ekki eins og mér að hér sé ASI báðum megin við borðið sem peningapassari og svo sem launþega passari  það er illmögulegt að þjóna tveimur herrum held ég

Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.11.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband