Föstudagsgrín

Unga parið hafði nú verið saman í nokkra mánuði og sáu ekki sólina hvort fyrir öðru. Þau ákváðu að færa sambandið á næsta stig, og hann fór í apótekið til að kaupa verjur. Þar sem hann hafði aldrei verslað eða notað verjur áður bað hann apótekarann að útskýra fyrir sér notkunarleiðbeiningarnar sem hann og gerði af kostgæfni. Allt gekk svo vel hjá unga parinu og því ákváðu þau að færa sambandið á næsta stig og þá var komið að því að kynna hvort annað fyrir foreldrum hins aðilans. Fyrst bauð hún honum í mat til foreldra sinna. Við matarborðið var ungi maðurinn eldrauður í framan og horfði niður á diskinn sinn án þess að segja nokkuð. Unga konan hvíslaði undrandi að honum: "Ég vissi ekki að þú værir svona feiminn." Hann svaraði um hæl: "Ég vissi ekki að pabbi þinn væri apótekari...."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Takk fyrir þessa upplyftingu, ekki veitir af í öllu þessu kepputali. Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 "Maður er manns gaman"/hafðu góða helgi/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.11.2008 kl. 12:37

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

æ æ

Georg Eiður Arnarson, 14.11.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband