Maðurinn getur ekki verið með fulla fimm - mesta lagi hálffimm!!!!!!

Mig brestur illilega minni en ég man ekki eftir einu einasta "aðvörunartísti" frá Davíð Oddssyni í sambandi við útrásina, heldur man ég ekki betur en að það hafi verið hann, í forsætisráðherratíð sinni sem skóp aðstæður til þess að þessi svokallaða útrás yrði möguleg og ég man ekki betur en það hafi verið Davíð Oddsson sem hrópaði ferfallt húrra fyrir útrásarmönnunum.  Og það sannaðist á þessum fundi að menn höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að hann hefði minni á við fílinn því hann gleymdi aldrei, hann getur aldrei gleymt því að hann VARÐ að láta undan í fjölmiðlaslagnum, nú vill hann kenna fjölmiðlunum um ástandið í efnahagsmálum.  Hve lengi á að láta þennan mann vaða uppi og hvernig stendur eiginlega á því að það þarf alltaf að fara á límingunum og "gapa" upp í manninn ef hann segir eitthvað og flytja boðskapinn til þjóðarinnar í öllum fjölmiðlum, sem þjóðin hefur yfir að ráða?  Ekki er það allt svo gáfulegt sem hann blaðrar.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Samkvæmt ræðu hans í morgun varaði hann stjórnarflokkanna við því að við fengjum hvergi lánað og það í febrúar.  Þetta segir mér að samfylking og sjálfstæðisflokkur hafa vita af þessu þó þeir lát sem þeir viti ekkert.  Ríkistjórnin ætti því að segja af sér en ekki er ég dómbær á hvort ráðlegt sé að skipta um hest úti í miðri á.

Ragnar Borgþórs, 18.11.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband