20.12.2008 | 00:17
Er það hlutverk nýju bankanna að halda SAMKEPPNI niðri?????
Nýlega varð kunningi minn fyrir því að honum var sagt upp vinnunni sinni, eins og allir vita þá er þetta mikið áfall fyrir menn en í stað þess að leggjast í einhverja sjálfsvorkunn og þunglyndi ákvað þessi maður að hann ætlaði að berjast við að standa við sínar skuldbindingar og sjá til þess að fjölskyldan hefði nóg að bíta og brenna í framtíðinni. Hann gerðist djarfur og ákvað að stofna fyrirtæki. Hann vann þá forvinnu, sem hann taldi að þyrfti að gera, get ég staðfest að það sem ég sá var vel unnið. Næsta skref hjá honum var að finna sér samstarfsbanka og varð Glitnir í Reykjanesbæ fyrir valinu, hann var búinn að reikna það út að fjármagnsþörfin hjá honum væri u.þ.b 5 milljónir, já það er rétt 5. milljónir því öfugt við útrásarvíkingana" ætlaði hann að setja eigið fé í reksturinn, nú að sjálfsögðu vildi bankinn sjá rekstraráætlun, sem var að sjálfsögðu gerð og henni var skilað í bankann. Þessi rekstraráætlun, var að mínu mati, mjög raunhæf og sýndi hún að umtalsverður rekstrarafgangur yrði af fyrirtækinu og þessi maður bauð ágætis tryggingar. En skjótt skipast veður í lofti, þessi kunningi minn fékk neitun frá bankanum, á þeim forsendum að fyrirtæki í samskonar rekstri væri þeirra viðskiptavinur og þeir vildu ekki samkeppni. Er það hlutverk bankanna að koma í veg fyrir samkeppni og hvert er þá hlutverk Samkeppnisstofnunar? Æi já hún á að sjá til þess að samkeppni sé virk. Skjóta þá ekki svona vinnubrögð svolítið skökku við?
Þessi maður tók það loforð af mér að gæfi hvorki upp hans nafn né þess fyrirtækis, sem átti að verða hans samkeppnisaðili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 64
- Sl. sólarhring: 365
- Sl. viku: 2241
- Frá upphafi: 1837607
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 1285
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jóhann og gleðilega hátíð.
Þegar ég las þetta kom þetta mér kannski ekki á óvart. Mér finnst eins og andrúmsloftið undanfarið eftir bankahrunið sé það að best sé að halda öllu niðri, og styrkja það sem fyrir er, eins fáránlegt og það nú er. Samkeppnisstofnun er líklega svipað geld og FME og því algerlega gagnslaus. Einhvernveginn finnst mér eins og að í öllu fárinu hlakki nú í þeim sem valdið hafa, því líkt og í sjávarútvegnum þá hafa þeir fingurinn á öllu og geta haldið fólki góðu. Þessu var farið að beita á samdráttarskeiði fyrir um 15-20 árum síðan.
Sigurbrandur Jakobsson, 25.12.2008 kl. 13:48
Það er ekki ósennilegt að bankinn eigi veð í viðkomandi fyrirtæki og jafnvel hlutabréf í því. Hann verður bara að fara í annan banka. Það er alþekkt að bankar eigi hlutabréf í viðskiptavinum sínum og það er ákveðin siðleysislykt af því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 15:49
Þetta hlýtur að vera hagsmunaárekstrar. því við fólkið í landinu þurfum á því að halda að hér sé samkeppni en ekki fákeppni. eins og núna er á matvörumarkaðnum. Það sem eitt fyrirtæki hefur meirihluta viðskiptanna á landsvísu. Og í krafti þessa, geta þeir bolað hverjum hverfisverslunum sem voga sé að fara úti samskonar rekstur, úr vegi.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 17:56
Þegar bankar taka hlutabréf sem greiðslu upp í skuldir, sem ekki er óalgengt, þá skapast strax ójafnvægi á samkeppnismarkaði. Fyrirtæki sem eru í samkeppni við hlutafélag sem er að hluta í eigu annars fyrirtækis sem veltir hundruðum eða þúsundum miljarða, fer klárlega halloka þegar í harðbakkan slær.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 21:52
Reyndar eru til einhver lög um svona eignatengsl, en þau eru ekki nærri nógu skýr.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 22:47
Sæll Jóhann, gleðileg jól kæri bloggvinur, mér er það kært að svara kalli þínu, og ég held að þú sér ekki fúll á móti, allavega er ég þér sammála í þessu bloggi, mér hefur oft fundist við búa í bannannalýðveldi.
Kær Jólakveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 25.12.2008 kl. 23:59
Æi, einu sinni bjó ég í landi þar sem fiskurinn í sjónum umhverfis landið, var allur í eigu landsmanna.
Núna má maður ekki fiska í soðið handa sér og fjölskyldu sinni. Er þetta ekki ólöglegt að gera upptæk þjóðareign, og afhenda nokkrum einstaklingum? Er þetta ekki orðin fákeppni?
Og borga þeir auðlindaskatt til ríkisins í staðinn? Svo þjóðin fái eitthvað fyrir sinn snúð. Peninga til samfélagslegra þarfa.
Svona fyrir utan skatta sem allir borga.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.