Góðar fréttir......

Mitt í allri "fréttaflórunni", þar sem lítið er fjallað um annað en mótmæli á Austurvelli, mótmæli við Þjóðleikhúskjallarann, bágt efnahagsástand og annað sem er miður, kemur góð frétt, um styrkveitingu til Fjölsmiðjunnar, þar sem fólkið þar vinnur alveg stórkostlegt starf og óeigingjarnt, í þágu ungs fólks og unglinga sem hefur ekki fundið sinn stað í lífinu.  Ég vil hvetja fólk til að kynna sér starfsemi Fjölsmiðjunnar og vita hvort það getur ekki orðið að liði, ekki er nauðsynlegt að gefa heldur er Fjölsmiðjan með margs konar þjónustu á hagstæðu verði, sem fólk getur nýtt sér og um leið er verið að styrkja gott starf.
mbl.is 11 milljóna styrkur til Fjölsmiðjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband