23.1.2009 | 08:25
Föstudagsgrín
Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vöknuðu síðan upp í helvíti. Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn.
"Hvað eruð þið eiginlega að gera?" spyr Djöfullinn, "Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur?"
Gaurarnir svara: "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn." Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.
Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir enn í úlpunum og með húfurnar og vettlingana. "Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?"
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn!
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt"
Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór. Djöfsi verður steinhissa og segir: "Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
"Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli."
Alveg óður af bræði strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna séu þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.
Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það getur vart annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæfði samt að mestu veinin.
Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi. Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole Ole af mikilli gleði.
"Ég skil ekki", sagði Djöfsi, "ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði", "Hvað í fjáranum er að ykkur tveimur?"
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum: "Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani í fótbolta, loksins, á Parken!"
Athugasemdir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 13:09
Góóóóður...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.