24.1.2009 | 11:22
Gefum ATVINNUPÓLITÍKUSUNUM enn lengra frí.....
Þeir gera hvort eð er ekkert af viti, að eyða fyrstu dögum Alþingis í að ræða hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum og innleiða eigi matvælalöggjöf ESB hér á landi á þessum tímum er eitthvað sem ég hélt að menn/konur með sæmilega vitglóru í hausnum létu ekki hvarfla að sér. Þetta lið, sem er á Alþingi virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því að það er þar kosið af fólkinu og er að vinna í umboði þjóðarinnar en með því að vera á svona "einkaflippi" er þetta lið bara að gefa kjósendum langt nef og segir: "KJÓSENDUR GETA BARA ÁTT SIG NEMA KORTERI FYRIR KOSNINGAR Á FJÖGURRA ÁRA FRESTI". Við vitum það að ekkert verður gert til að rétta af efnahag landsins fram að kosningum, hvorki vinsælar aðgerðir eða óvinsælar, til þess verður þetta lið alltof upptekið af kosningabaráttu.
Það skásta sem væri í stöðunni, væri að senda þetta lið heim, þar gæti það farið í sína kosningabaráttu í friði og gert upp sín mál án þess að það angri okkur kjósendur of mikið og komi niður á þjóðmálunum.
Síðan yrði SKIPUÐ þjóðstjórn, sem skipuð yrði valinkunnum mönnum, sem ekkert eru við pólitík kenndir, en væru þekktir fyrir fumlaus og örugg vinnubrögð. T.d eru flestir sammála um það að, að öðrum ólöstuðum, sé Vilhjálmur Bjarnason besti maðurinn til að sinna fjármálum þjóðarinnar, nú er það orðið ljóst að hann verður ekki upptekinn við að keppa fyrir Garðabæ í Útsvarinu. Við Íslendingar eigum marga góða menn í þetta verkefni en því miður veit ég ekki um neinn inni á Alþingi, sem myndi valda þessu verkefni.
Stjórnarskipti breyta engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÞETTA FÓR EINS ILLA OG NOKKUR MÖGULEIKI VAR Á.......
- ALLIR ÞEIR FLOKKAR SEM STANDA AÐ ÞESSARI RÍKISSTJÓRN GÁFU LOFORÐ
- "EKKI ER ALLT GULL SEM GLÓIR"........
- VANDAMÁLIÐ ER EKKI "ÓLEYSANLEGT" EF ÞAÐ ER LEYST Á FIMM MÍN...
- ÞAÐ STENDUR EKKI STEINN YFIR STEINI Í "STJÓRN" BORGARINNAR....
- HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT VIÐ ÞESSA UMRÆÐU?????
- FYLLILEGA VERÐSKULDAÐUR SIGUR......
- ÞAÐ VITA ÞAÐ LÍKA ALLIR AÐ ÞAÐ ERU TIL "ÞRJÁR TEGUNDIR AF LY...
- "NÚ ER LAG"....
- EN HVAÐ UM SORGINA SEM HÚN HEFUR VALDIÐ ÞJÓÐINNI??????????
- NÁKVÆMLEGA ÞAÐ SAMA ÆTTI AÐ GERA HÉR Á LANDI...........
- ÞÁ ER KOMIN "AFSÖKUN" FYRIR MUN MEIRI SKATTAHÆKKUNUM EN HAFÐI...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 34
- Sl. sólarhring: 487
- Sl. viku: 1816
- Frá upphafi: 1846490
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1114
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Álþingi er greinilega veruleikafirrt skrípasamkoma og stórskemmd og skemmdin hefur komið að ofan enda úldnar fiskur frá hausnum sem kunnugt er. Það var farið að slá alvarlega í hausinn á íhaldinu og aftaníossum þess þegar fyrir 15-20 árum og síðan hefur það bara versnað og nú erum við hér og búið að sigla landinu langleiðina til helvítis og stela því í leiðinni og flytja það út - allt undir öruggum kontról mafíunnar sjálfrar og sýndareftirlitsstofnana hennar og pólitíkusa.
Baldur Fjölnisson, 24.1.2009 kl. 12:17
Stærstur hluti kjósenda er farinn að átta sig á þessu. Í gangi er undirskriftasöfnun á vefnum Nýtt lýðræði og þar er mikill fjöldi búinn að skrá sig. En betur má ef duga skal og nú má enginn skorast undan svo þrýstingurinn á breyttar lýðræðireglur verði sem mestur. Allir stjórnmálaflokkar eru farnir að sveigja í þessa átt í málflutningi en þess konar viðbrögð eru nú flestir farnir að þekkja. Oftast býr þar lítil alvara að baki.
Árni Gunnarsson, 24.1.2009 kl. 12:23
Sammála Jói það á að skipa þjóðstjórn strax og eins og þú segir þá er til hellingur af hæfu fólki í landinu sem er margfalt hæfari til verksins.
Við höfum einfaldlega ekki efni á því að láta pólitísk ágreiningsefni ráða för, orðatiltæki eins og stórpólitískt mál, semja um það pólitískt séð, pólitískur ágreiningur og guð má vita hvað þessir atvinnublaðrara láta renna yfir tennurnar á sér á ekki við, það þarf að ganga hreint til verka og það hratt.
Nú hefur það verið í tísku hjá þessari náhjörð sem situr á þingi að bera við allskonar orðatiltækjum af sjónum og ég neita að trúa því að þeir viti um hvað þeir eru að vitna í. Það væri laglegur andskoti ef fyrsta verk skipstjórans væri pólitískt þras þegar það er hífopp eða taka ætti næstu bauju svo ekki sé nú talað um hvort beygja ætti í stjór eða bak.
Hallgrímur Guðmundsson, 24.1.2009 kl. 12:25
Sæll félagi Jóhann.Tek undir með þér og þeim heiðursmönnum sem hér á undan hafa skrifað.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 24.1.2009 kl. 12:44
Algjörlega sammála nema það heitir víst utanþingstjórn, þjóðstjórn er víst stjórn allra flokka, það er greinilega ekki það sem við viljum. Heldur utanflokkastjórn skipaða sérfræðingum. Stillum strengi saman og kyrjum í kór UTANÞINGSSTJÓRN!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.1.2009 kl. 13:07
Halli gamli er að öllu eða flestu leyti sammala þessu,það er einmitt að póltík fyrri ára segir okkar þetta,það þarf að hafa hina færistu menn i þjóðstjórn þessa mánuði fram að kosningum,sem vilja þjóðarheill fyrir öllu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.1.2009 kl. 13:10
Rétt er þetta!!! utanþingsstjórn skal það heita/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.1.2009 kl. 13:12
Hugmyndafræðin og mentalítetið sem hefur sett þetta þjóðfélag á hausinn er algjörlega Made in USA og núna er stjórn landsins í raun komin í hendur Alþj. gjaldeyrissjóðsins og þar með eigenda hans og stjórnenda á Wall Street. Það liggur því beinast við að þessir erlendu stjórnendur landsins skipti út núverandi strengjabrúðum sínum og reyni að skaffa okkur eitthvað skárra.
Það er enda erlendum stjórnendum landsins oghúsbændum ráðamanna alls ekki í hag að hér springi allt í loft upp þar sem hætt er við að það myndi smita út frá sér og önnur basketkeis á framfæri IMF rúlla í framhaldinu, síðan stærri kerfi og svo framvegis.
Ísland hefur lengi verið leppríki BNA og Wall Street og er núna búið að svíkja landið endanlega í eigu þessarra aðila og þýðir ekkert að berja hausnum í steininn með það. Ferlið liggur algjörlega fyrir eiginlega allt frá því bandar. herinn steig hér fyrst á land og landsins hækjur og skækjur á ýmsum stigum fengu dollaraglampa í augun.
Baldur Fjölnisson, 24.1.2009 kl. 14:45
Þessi tillaga þín um þjóðstjórn/utanþingsstjórn er mjög góð og í raun eina úrræðið sem við höfum
Hún er algjörlega í anda þess sem krafist er á www.nyttlydveldi.is
Athygli er þó vakin á því að skemmdarverk hafa verið unnin á þeirri síðu í morgun og ég veit ekki með vissu hvar það mál er statt núna, en það á að vísa því tillögreglu, að ég best veit. Verið er að vekja athygli á þessu framtaki/síðunni með því að festa hvíta borða á hús, staura og aðra staði sem vel sést til.
Halda þessari hugmynd vel á lofti !!!
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2009 kl. 14:46
Lestu tvær seinustu færslur mínar um þetta efni en þar kemur fram einmitt sá vilji að utanþingsstjórn sé málið.
Magnús Paul Korntop, 24.1.2009 kl. 17:52
Sammála Jóhann
Sigurður Þórðarson, 24.1.2009 kl. 18:49
Blessaður Jói en verð ég að standa eins og hrópandinn í eyðimörkinni varðandi þessi mál en ég er þeirrar skoðunar að það eigi einfaldlega að klára þessi mál af sömu aðilum fram að kosningum. þetta eru 12 vikur það væri sóun á tíma að fara að skipta út liði núna og þeir sem að tækju við gætu í raun tekið þau mál sem að vel gengju skreytt sig með þeim en kennt hinum um. Ég veit ekki hvort að ég treysti hinum og þessum eitthvað betur en öðrum til að stjórna eru menn sem að hafa tapað pening i hrunadansinum hæfir til þess ég vil meina að allir sem að horfðu á sviðið sáu að það var kviknað í og það fyrir löngu þannig að það má setja spurninga merki við færni þeirra. Það versta í þessu öllu er hin gífurlega meðvirkni sem að búið er að skapa við erum í kreppu nærumst á kreppu tölum um kreppu hlustum á kreppu þetta drepur niður alla orku sem að ætti að nýta til að snúa taflinu við og magnar í raun upp kreppuna alveg eins og krónan var töluð niður. Mönnum finnst ekkert hafa verið gert en samkvæmt IMF þá meta þeir það svo að nú þegar hafi náðst nokkur árangur. Við skulum líka athuga það þegar við gagnrýnum stjórnvöld fyrir að hafa ekkert gert að það var ekki fyrr en í síðustu viku sem að Bandaríkjastjórn skipaði rannsakanda á hruni Lemans Brothers sem féll þó á undan Íslensku bönkunum. Barak Obama sagði í dag að Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir fordæmalausu vandamáli þar sem efnahagsmálin eru ég er sammála honum ég er líka samála þér um alranga forgangsröðun á fundum alþingis eftir áramótin og deili skoðun þinni á mörgum sem að þar sitja. En það sem að ég tel ekki líklegt til árangurs er það að halda að lausnin sé í að rífa allt niður við skulum að gæta að i því ferli getum við rifið niður eitthvað sem að ekki verður bætt og því betra að fara varlega. Ég tel það líka einföldun að kenna stjórnvöldum um allt sem aflaga fór þó að það sé ljóst að þau bera sök.
Tek það svo fram áður en ég verð jarðaður að aldrei hef ég stutt stjórnarflokkana og hef hlustað af athygli á það sem aðrir hafa fram að færa en get ekki gert að því að mér finnst holur hljómur í því all flestu og hef enga trú á einföldum lausnum. Það er ekkert leyndarmál að ég tel lausnina vera þá að halda áfram að vera Íslendingar með okkar Íslensku krónu og Íslenska anda með all tölverðri siðbót en þá skulum við ekki gleyma því að margir þeir sem boða lausnir dagsins í dag eru hámenntað fólk sem sér um að fræða æsku okkar um ýmsa hluti og því ætti að vera hæg heimatökin að fræða æsku landsins líka um siðferði en siðferðið er einmitt eitt af því sem að brast.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.1.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.