Föstudagsgrín

 Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið.

Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við hliðina "Hæ, hvernig gengur?" Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, "Nú svo sem ekki illa"

Þá heyrist úr hinum básnum "Jæja, hvað ertu að stússast?" Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði "Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið." Þá heyri ég, "Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hvurslags er þetta maður, hefurðu lítið verið innan um fólk? Það eru allir komnir með svona og engum dettur í hug að fara á dolluna nema hafa þetta ofan á WC rúllunni.

En annar: Eins og margir vita skiptist Skagafjörður í "vestan vatna fólk og austan vatna fólk." Vestan vatna eru þeir sem eru vestan Héraðsvatna, en milli "vatnanna" liggur Hegranesið sem er Mesópótamía héraðsins. Vestan vatna fólk bar lengi litla virðingu fyrir þeim austan megin- svona í orði- og lét þá óspart heyra. Á búsetutíma mínum á Króknum fyrir alllöngu var ég eitt sinn staddur í verslun ásamt fleirum. Ég beið í röðinni við kassann og ásamt mér bóndi nokkur austan vatna og Bjössi Gísla bílstjóri og "stórsnillingur!" Sá sem er að borga við afgreiðsluborðið dregur upp 5000 kr. seðil. en þeir voru þá nýlega komnir í umferð. Bóndinn hallar sér þá fram og segir: "Já, þeir líta þá svona út, ég hef ekki séð þá áður!" Þá gellur við skellihlátur frá Bjössa sem skýtur svo fram athugasemd: "Nei, þið eruð nú ekki komnir með þá þarna út að austan!"  

Árni Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Góðir báðir

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 18:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Flottir þessir /Hafið góða helgi /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband