Föstudagsgrín

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður.  Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.-“Verönd, hvað er það?”-“Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað”.-“Nei, það er ekkert svoleiðis”.-“En salernisaðstaða”?-“Það er fínasti kamar rétt hjá”.-“En ekkert klósett inni”?-“Nei”.Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.-“Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

já þeir eru sko skrýtnir þessir þarna fyrir sunnan

Jón Arnar, 20.2.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flottur þessi hafðu góða helgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.2.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll, þessi er góður

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 20.2.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Góóóður.....þennan verð ég að muna...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.2.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband