Það er ekki mikið á milli eyrnanna á þessu liði!!!!!!

Eitt af því sem menn tala um er sú breyting sem hefur orðið á svokölluðum "náttúruverndarsinnum".  Eins og menn hafa tekið eftir þá voru þessir aðilar, hérna áður fyrr, þannig að þeir gerðu sér grein fyrir því að það þurfti að lifa í sátt við náttúruna og það yrði gert með því að ekki væri gengið á eina tegund á kostnað annarrar, með öðrum orðum sagt "það yrði að vera jafnvægi í náttúrunni".  En einhvern tíma hafa þessir svokölluðu náttúruverndarsinnar "dottið úr sambandi" í dag vilja þeir (Náttúruverndar-Ayatollarnir) fylla allt af einni tegund án þess að taka nokkuð tillit til þess hvort náttúran beri þessa aukningu eða ekki.  Um þetta höfum við séð mörg dæmi t.d voru heilu byggðalögin lögð í rúst norðarlega í Inúítabyggðum í Kanada þegar "Náttúruverndar-Ayatollarnir" ákváðu að snúast gegn selveiðum þeirra, þeir ákváðu að það yrði að stöðva Grindhvaladráp Færeyinga það gerðu þeir með því að sýna myndir um allan heim af því þegar hvalirnir voru reknir upp á grynningar og aflífaðir, svo fljótt sem verða mátti, eftir því sem "Náttúruverndar-Ayatollarnir" fullyrtu, á villimannslegan hátt.  En þetta skulum við skoða aðeins nánar.  Hvalirnir voru reknir upp á grunnsævi og aflífaðir, þannig að "dauðastríðið" hjá skepnunni varð mjög stutt, en aftur á móti hef ég séð myndir í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna og síðast bara í fréttunum í gærkvöldi, þessar myndir eru yfirleitt frá Ástralíu og eru af hvalavöðum sem synda á land.  Af þessum 194 smáhvölum sem syntu upp í gær, það er kannski kaldhæðni örlaganna að þetta skuli vera Grindhvalir sem þannig stranda og "Náttúruverndar-Ayatollarnir" reyna að "bjarga" eru aðeins örfáir sem komast til hafs aftur og þegar þeir sem eftir verða, drepast loksins hafa þeir legið strandaðir í fjörunni í tvo til þrjá sólahringa. Ef hlutfallið verður óbreytt miðað við reynslu undanfarinna ára, verður þremur til fimm hvölum "bjargað" til sjávar og drepast svo nokkrum dögum seinna, vegna hungurs og skaða sem þeir verða fyrir vegna strandsins. Persónulega þykir mér það vera meiri villimennska að láta hvalina deyja svona heldur en sú aðferð sem Færeyingar nota við sínar veiðar, en dæmi nú hver fyrir sig.

"Náttúruverndar-Ayatollarnir" eru vel menntaðir, vel máli farnir og einhverra hluta vegna næðu þeir vel til fjölmiðla.  Einhverra hluta vegna komast þeir upp með það að segja hluti sem ekki standast og það er enginn sem leiðréttir það sem þeir bulla (samanber vitleysuna í sambandi við það hvað hvalaskoðanir séu "blómleg" atvinnugrein).  Hvalveiðisinnar segja bara sín á milli "Ég veit það vel að hvalaskoðunarmenn eru að stórtapa á þessari vitleysu" en málið er að þó að einstaka maður viti að þetta sé "bransi" sem er ekki á vetur setjandi, þá veit almenningur það ekki og er ekki tími til kominn til þess að beita sömu aðferðum í baráttunni og þeir (Náttúruverndar-Ayatollarnir) nota?

Ein rökin sem "Náttúruverndar-Ayatollarnir" nota gegn hvalveiðum Íslendinga, og helstu rökin, eru að ekki séu til markaðir fyrir hvalkjöt.  Auðvitað! Hvalveiðar í atvinnuskyni hafa verið bannaðar í meira en tuttugu ár og auðvitað hefur hvorki verið um að ræða framboð eða eftirspurn þann tíma en það er vitað að eftirspurn er til staðar, markaðinn þarf aðeins að vinna og í það verður farið þegar hvalveiðar í atvinnuskyni verða leyfðar aftur, eins og verður næstkomandi sumar og reyndar hafa Japanir gefið það út að þeir vilji kaupa allt hvalkjöt, sem fellur til.  Svo ekki virðist þurfa að hafa áhyggjur af þeim þætti. Gott dæmi um tilfinningar vegna hvalveiða er að það er mikið talað um að það sé "ómannúðlegt" að skjóta hvali.  Þá spyr ég á móti: Er "mannúðlegt" að ala upp kálfa í "sláturstærð" og senda þá síðan í sláturhús, eða ala upp grísi til slátrunar eða kjúklinga?  Nei það eru engin dráp "mannúðleg" en aftur á móti er ég nokkuð viss um það að við myndum ekki lifa lengi ef við ætluðum alltaf að hugsa um hvað væri "mannúðlegt" og hvað ekki, við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við lifum á veiðum og til að lifa af þá þarf að nýta það sem náttúran hefur upp á að bjóða.

Talsmaður Greenpeace vill meina að við Íslendingar ættum frekar að setja peninga í rannsóknir á loftlagsbreytingum en að setja þá í hvalveiðar eða jafnvel í hvalaskoðanir.  Ég veit nú ekki betur en að við setjum nokkuð góðar fjárhæðir í rannsóknir á loftlagsbreytingum en ég vona að engum heilvita manni detti í hug að fara að "ríkisstyrkja" hvalaskoðanir það væri nú bara til þess að lengja í "hengingarólinni" hjá flestum þeim fyrirtækjum sem eru í þeirri atvinnugrein.  Ætli það sé ekki best að leyfa  fyrirtækjunum að fara "yfir um" án allra ríkisafskipta.


mbl.is Reynt að bjarga strönduðum hvölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Jóhann,afbragsgrein þetta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.3.2009 kl. 15:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar svo er komið að stærstur hluti samfélagsins er orðinn ótengdur umhverfi sínu og skilur ekki jafnvægi lífríkisins er voðinn vís. Það á við um þetta umræðuefni sem og mörg önnur. Hvort hagnaður verður af hvalveiðum er óljóst og um það getur enginn spáð með neinni vissu til eða frá. Það á eftir að koma í ljós.

Nú skiptir mestu að reynsla gömlu mannanna verði nýtt og veiðarnar fari fram með hreinlegum aðferðum og reynt að forðast ómannúðleg vinnubrögð. 

Árni Gunnarsson, 3.3.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála þér, Jóhann. Skelfilegur málflutningur hjá hvalverndunarsinnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 01:51

4 identicon

Það er einfaldlega ekki hægt annað en að vera sammála þessari grein þinni,við eigum að nýta auðlindir lands og sjávar innann eðlilegra marka,líkt og góður bóndi hugsar um bú sitt,mér er minnistætt svar einnar manneskju er við deildum um veiðar sem hún kallaði dráp,hún sagði orðrétt við mig "ég ét ekki kjöt af drepnum dýrum sama hvaða nafni þær nefnast,ég kaupi mit kjöt í stórmarkaðinum.

Kv Laugi

Laugi (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:09

5 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Frábær grein Jóhann og ég er þér innilega sammála.

Jakob Falur Kristinsson, 4.3.2009 kl. 17:35

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég get ekki verið meira sammála þér, ég hef alltaf átt erfitt með að skilja afstöðu Íslenskra stjórnvalda í þessu máli.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.3.2009 kl. 18:10

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Flottur Jói.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.3.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, þetta er fín grein hjá þér og orð í tíma töluð. Það er í raun undarlegt hvað fáir nenna að mótmæla þessu fólki sem kallar sig náttúruverndarsinna. Það er til dæmis merkilegt að kaninn er að mótmæla hvalveiðum okkar en veiðir sjálfur mun meira af hvolum en við.

Þetta er gott innlegg í þessa umræðu Jóhann og hafðu þökk fyrir.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.3.2009 kl. 23:37

9 Smámynd: Hjalti Tómasson

Náttúruvernd nútímans á ekkert skilt við þá náttúruvernd sem áður var talað um. Nú, sem áður, er vissulega ástæða til að hafa hemil á veiðum en einhverra hluta vegna þá virðast nútíma verndunarsinnar hafa misst stjórn á viðfangsefninu og gert það að multimilljón dollara iðnaði sem nærist á fólki sem ekki er í neinum tengslum við náttúruna eða það sem þar er að gerast en vill láta gott af sér leiða. Til að höfða til þessa fólks þarf að finna skepnur sem hægt er að selja á einhvern hátt eins og hverja aðra söluvöru. Selir eru sætir, hvalir eru gáfaðir og svo framvegis. Ekki er lengur spurt hvort viðkomandi tegund er í hættu eða ekki.

Í sambandi við hvalveiðar íslendinga og viðbrögð við þeim þá mætti koma því á framfæri að það voru íslendingar sem trúlega settu á fyrsta veiðikvótann ( á 15 eða 16 öld ) til að koma í veg fyrir útrýmingu en það var þegar vestmannaeyingar settu kvóta á lundann þegar menn tóku eftir að honum fór fækkandi. Á sama tíma voru evrópuþjóðir á fullu við að útrýma ýmsum dýrategundum. Ameríkanar voru þá ekki til sem þjóð en þeir gerðu seinna sitt besta til að útrýma til dæmis vísundum og fjallaljónum svo maður tali nú ekki um indíánana. Þetta er fólkið sem fordæmir okkur í dag.

Verði þeim að góðu

Hjalti Tómasson, 8.3.2009 kl. 15:07

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjög gott innlegg, Hjalti

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.3.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband