Föstudagsgrín

 Gamli presturinn var orðin svo þreyttur á framhjáhalds-játningum sóknarbarna sinna í skriftarstólnum að sunnudag einn hélt hann þrumuræðu yfir þeim og sagði að hann þyldi ekki að heyra orðið framhjáhald einu sinni enn, annars myndi hann hætta störfum í sókninni.  En gamli presturinn var vinsæll og fólk vildi fyrir alla muni hafa hann áfram svo sóknarformaðurinn í samráði við gamla prestinn lét það boð út ganga að þeir sem vildu skrifta og játa framhjáhald myndu nota setninguna ,,ég datt á kirkjuveginum" í staðinn. Allt gekk sinn vanagang þar til gamli presturinn dó. Nýr prestur var auðvitað ráðinn í hans stað og eftir fyrsta daginn í skriftarstólnum orðaði hann það við sóknarformanninn að eitthvað þyrfti að laga gangveginn upp að kirkjunni því fólk segðist sífellt vera að detta. Sóknarformaðurinn fór að flissa, en þá sagði nýi presturinn:"Þú ættir nú ekki að hlæja að þessu, konan þín hefur dottið þrisvar frá áramótum" 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Mjög svo góður þessi/Kveðja og eigðu góða helgi /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband