Föstudagsgrín

Bush fyrrverandi forseti var að ferðast um Bandaríkin og kom við í grunnskóla. Hann kíkti í heimsókn í sex ára bekk þar sem börnin voru að læra orðið harmleikur. Bush settist niður með börnunum og spurði þau hvort einhver gæti komið með dæmi um harmleik. Lítil stelpa rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bíll keyrir yfir barn og það deyr, þá er það harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn, ,,það væri slys." Lítill strákur rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bílstjóri skólarútu missir stjórn á bílnum og keyrir útaf með þeim afleiðingum að öll börnin deyja, þá væri það væri harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn aftur, ,,Það væri mikill missir". Það var þögn í skólastofunni þangað til að lítill strákur sem sat aftast rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að hræðilegir hryðjuverkamenn skjóta niður forsetaflugvélina með forsetann um borð, þá væri það harmleikur." ,,Gott hjá þér!" sagði Bush forseti, ,,Segðu okkur nú afhverju það væri harmleikur." ,,Nú," sagði litli strákurinn, ,,það væri ekki slys en alls ekki mikill missir!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Góður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 mjög svo góður .þessi/eigðu goða helgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband