Nokkuð ljóst að sá sem stjórnar er EKKI starfi sínu vaxinn.......

Hann er kannski ágætur í að lesa fréttirnar en hann er varla fær um að gera mikið meira.  Mér þykir vel borgað fyrir fréttalestur á ríkissjónvarpinu að greiða 9,3 milljónir auk bifreiðahlunninda fyrir hálft rekstrarár, ekki skrítið að RÚV sé rekið með tapi.  Hvernig ætli launum annarra sé háttað?
mbl.is Tap RÚV 365,1 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi hálaunastefna RÚV er að keyra stofnunina í þrot. Það er og hefur verið SJálfstæðismönnum mikið kappsmál að einkavæða ríkisútvarpið. Eftir langa valdasetu FLokksins er þannig fyrir komið tapið er upp á hundruðir milljóna og ekki fyrirsjáanlegt að það snúist við. Neytendur þjónustunnar hafa þó ekki orðið varir við háspennuna. Kvöld eftir kvöld fáum við endurtekið efni og svo þriðja flokks myndir á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá geta einkavæðingarsinnar notað óreiðuna til að segja að betra væri að einkavæða.

Undanfarið höfum við þó séð góða og vandaða þætti sem María Hilmarsdóttir hefur séð um. Eftir því sem mér skilst var það ekki fjölmennt teymi sem fór til Kambódíu en samt vönduð vinna og fín efnistök. Ólíkt áhorfsvænna en þættirnir sem Bogi og Elín Hirst hafa verið með í vetur. Ekki það, við hljótum að gera tilkall til innlendrar þáttagerðar um fréttatengt efni, mér finnst þeir bara svo yfirborðslegir hjá Boga og Elínu. Meira af þáttum eins og María var með, takk.

Kolla (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:51

2 identicon

Mér hefur alltaf fundist fáránlegt að þessa útvarpstöð meigi reka svona á okkar kostnað, ekki sést það á efniinu á þessari stöð og finst bæði sjónvarp og útvarpið með ólíkindum lélegt. Þó er það alveg smeksatriði hvers og eins og sjálfsagt vilja margir meina að þarna sé menningarlegt efni sem ekki finnist annarstaðar, menn eru samt líklega samála að ekki er rétt að skilda þá til áð borga efni á annari stöð sem þeir ekki vilja sá né heira því ekki erum við öll eins og EKKI er rúf með eithvað fyri ALLA, því er það bara fáránlegt að við eigum öll að borga, eins sé ég ekki hvaða munur er á þessari stöð og einkarekini þvi þarna virðist þeir sem ráða reka þetta á eigin forsemdum, það átti aldrey að bjarga þessari stofnun og láta alla landsmen bera kostnaðinn á ruglinu, sé ekki hvers vegna er ekki hægt að selja þessa stofnun og hlífa okkur sem ekkert viljum með þetta bákn (og spillinguna í kringum það) bera kostnað af því sem maður finst alveg út í hróa hött og dagskrá sem maður getur verið án. Enda getur einkaðili ekki rekið stofnun þannig að endalaust sé hægt að ganga í veskið okkar (Ríkið) og vera samt með fastar tékka frá almenningi og bjóða svo daskrá sem einungis hluti af þjóðini er sátt við. Getum við ekki sett þessa stofnun upp í Icesave skuldina ? bretar geta öruglega sameinað rúf sínu bákni. 

Nú fara allar skuldir almenings í intrum eða aðra innheimtu með mismiklu innheimtuálagi ef ekki er greitt innan mánaðar orðið allstaðar og ekki bætir það úr skák hjá heimilum sem þurfa stundum að bjarga sér einn og einn mánuð með einhverja reikninga, það er eins og hugsunin sé að það skuli með öllum ráðum reyna setja heimilin á hausinn ekki öfugt, það hefur heldur betur hlaupið á snærið hjá lögfræðingum og innheitumönnum sem hæka allar greiðslur út fyrir öll mörk venjulegra launamanna, réttast væri að við setum þessa skuld í innheimtu

siggi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband