Hann ætlar sér örugglega að verða næsti heimsmeistari en......

Verði hann það, er það bara til bráðabirgða því Sebastian Vettel er byrjaður að láta vita af því að hann sé á staðnum og ég er á því að mjög fátt stöðvi drenginn þegar hann verður kominn af stað.
mbl.is Button á ráspól á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Gamla liðið hans Jackie Stewart hefur lengi verið "mitt lið" og ég verð að viðurkenna að ég var orðin svolítið langeygður eftir alvöru árangri. Ford tókst að klúðra málinu þegar þeir keyptu það og nefndu Jaguar en eftir að Dietrich Mateschitz eignaðist það og nefndi Red Bull hefur ástandið batnað þó að það hafi tekið óþarflega langan tíma.

En nú er komin betri tíð með blóm í haga og undir stýri er sestur ungur maður sem er án vafa með þeim hæfileikaríkustu í keppninni í dag. En hæfileikar eru ekki allt, nú er að sjá hvort andlega hliðin stenst prófraunina vegna þess að það að vera með þeim bestu er ekki síður spurning um hugarástand heldur en hæfileika. En ég hef fulla trú á að Sebastian Vettel hafi það sem til þarf.

En hvernig ætli það sé, skildi það vera komin í starfslýsinguna hjá bílstjórum Toro Rosso að nafn bílstjórans eigi að vera Sebastian ??? :)

Einar Steinsson, 11.5.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband