Föstudagsgrín

Árni Johnsen gekk eftir ströndinni og allt í einu fann hann skrýtna flösku.  Hann var forvitinn og og tók því tappann úr flöskunni.  Og púfffff, andi kom uppúr henni og sagðist gefa honum eina ósk sem hann gæti fengið uppfyllta. Árni sagði að sig vantaði eiginlega ekki neitt.

 ,,Jú, það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert fyrir þig " sagði andinn. ,,Ja kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið að koma að fá göng til Eyja" Andinn reyndi að leiða Árna fyrir sjónir hvílík vandræði hlytust af því að leggja göng til Eyja, hvort það væri ekki eitthvað annað sem honum dytti í hug að biðja um. ,,Jú, kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið til að syngja vel."

,,Bíddu, bíddu" sagði andinn ,,varstu að tala um einbreiðan eða tvíbreiðan veg........?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband