Ein og ein kría eftir.......

Í gærkvöldi fór ég ásamt félaga mínum að veiða í Kleifarvatni.  Ég ætlaði að fara á stað sem oft hefur reynst mér vel en til þess að komast þangað varð ég að fara í gegnum kríuvarp.  Krían var svo aðgangshörð þegar ég nálgaðist að það er langt síðan ég hef kynnst öðru eins og þegar ég var kominn inn á svæðið þeirra varð ég að gefast upp og snéri við.  Fyrir u.þ.b 15-20 árum var stórvarasamt að keyra um Vatnsleysuströndina, á þessum tíma árs, vegna kríunnar og varla keyrði maður þar um án þess að ein eða fleiri Kríur lægju í valnum en nú er svo komið að varla sést lengur kría á þessu svæði.  Vilja menn kenna mink og ref um en þessum dýrum hefur fjölgað alveg gífurlega á þessu svæði síðustu árin.  Kannski er krían bara að gera sér grein fyrir ástandinu og verndar varpið af enn meiri hörku en hún gerði?
mbl.is Fékk kríur í fangið og ók út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband