Allt samkvæmt "bókinni" - Talar mikið og segir lítið.

 

Eru þetta virkilega einu orðin sem eru „forrituð" í Steingrím Joð?  Þetta sagði hann líka um ESB-aðildina og hann hefur notað þessi orð við mörg tækifæri, ef ég vissi ekki betur drægi ég þær ályktanir að orðaforði mannsins væri afskaplega takmarkaður en hins vegar er ég farinn að draga ÞJÓÐHOLLUSTU hans afskaplega mikið í efa svo ekki sé talað um þau GILDI sem hann VILDI að fólk HÉLDI að hann stæði fyrir, FYRIR kosningar.  Nú ætlar hann að KEYRA þennan NAUÐASAMNING í gegnum þingið og beyta við það samskonar OFBELDI og hann og heilög Jóhanna beyttu við að koma ESB-umsókninni í gegn

 

RAUNVERULEG ÁBYRÐ

Það eru komin fram nokkrar greinar og ályktanir, þar sem ábyrgð þjóðarinnar á þessu Icesave-dæmi er dregin í efa, en dettur engum í hug að skoða þau mál og svo er það viðurkennt að Íslendingar voru beittir miklum þvingunum og þannig samninga er ekki mikið mál að ógilda en það atriði sem ég sakna einna mest í umræðunni er það að þegar bankarnir voru EINKA(vina)VÆDDIR á sínum tíma, voru AÐALRÖKIN þau AÐ ÞJÓÐIN OG ÞAR MEÐ RÍKIÐ BÆRU EKKI ÁBYRGÐ Á GJÖRÐUM ÞEIRRA.  Var bara verið að BLEKKJA þjóðina þarna á sínum tíma?  Svo er annað sem ekki hefur verið í umræðunni; innan Landsbankans voru tveir bankastjórar á alveg svimandi háum launum það var réttlætt með því að þeir BÆRU SVO GRÍÐARLEGA MIKLA ÁBYRGÐ og þar af leiðandi yrðu þeir að hafa ÞOKKALEG laun það væri ENGINN tilbúinn til að setja sig í svo miklar ábyrgðir á einhverjum „verkamannalaunum".  En hvernig er það eiginlega með þessa ÁBYRGÐ þeirra, ég hef ekki séð neitt í þá áttina að þeir sæti neinni hel.... ÁBYRGÐ?  Hvernig stendur eiginlega á því að þessir menn eru ekki handteknir og ákærðir fyrir stórkostlega vanrækslu í starfi og það að blekkja þjóðina og fyrir fjárplógsstarfssemi erlendis?  Ekki nóg með að þessir menn eigi að fara í fangelsi, heldur einnig öll bankastjórn Landsbankans og allir þeir sem þátt áttu í því að koma Icesave á"koppinn".  Það á að hirða allar eignir þessa fólks og gera allt þetta fólk gjaldþrota.  Það er þetta fólk sem ber ábyrgð á Icesave og það á að borga ekki þjóðin.


mbl.is „Erfitt en verður að leysast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessi Jóhann,þetta er satt ogf rett hjá þér,talað eins og ut úr minu hjarta/Kveðja/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.7.2009 kl. 15:09

2 identicon

Ég fæ ekki betur séð en að íslendingar verði að fara fram á það við forseta íslands eða handhafa forsetavalds hvort ekki sé nauðsynlegt að láta ríkissjórn Íslands sæta geðrannsókn.

Það geta nefnilega verið andlegir vankantar hjá þessu fólki.  Oft gerist eitthvað sem ég kann ekki nafn á, í heilabúinu hjá þeim sem fá aukin völd.  Ég held að það kallist mikilmennskubrjálæði hjá þeim sem ekki hafa vald á latínu.  En mikið væri gott að fá  örugga vitneskju um hvort þau "gangi á öllum".

J.þ.A (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Milljarðatugum dælt út í gjaldþrota fyrirtæki sem greiddu sér milljarða tugi í arðgreiðslur sem voru langt um hærri en hagnaður og á meðan þjóðinni blæðir út hægt og rólega, Skjaldborg um hag hverra voru kosningarfagurgali Samfylkingar og Vinstri Grænna? að minnsta kosti ekki um hag heimilanna, svo mikið er víst, ég vill þjóðstjórn og það strax, þessi ríkisstjórn er að drepa fólkið í landinu.

Sævar Einarsson, 21.7.2009 kl. 16:22

4 identicon

Það er allt í lagi að tala mikið og segja lítið, ef eitthvað af viti væri gert. Ef hægt er að setja lög, að nóttu til í nóvember, sem banna málsókn á Glæpabankana, því er þá ekki hægt að setja lög sem koma þessum sama glæpalýð bak við lás og slá.

Eru stjórnmálamenn á Íslandi spilltari en auðtrúa almenningur gerir sér grein fyrir?

Eru forráðamenn landsins ræflar? 

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband