FYRIR HVERJA ER VERIÐ AÐ "ÞÝÐA" BORGARNÖFN ERLENDIS?????

Hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á þessu séríslenska fyrirbrygði?  Það kemur frétt um Bergen í Noregi og þá er það þýtt sem "Björgvin" í Noregi, það er bær rétt norðan við Bergen, sem heitir Björgvin, hvernig snúa menn sig út úr því ef eitthvað fréttnæmt skeður í Björgvin?  London er þýtt sem Lundúnir og svo gekk nú ekki vel hjá mér ´landafræðinni í gamla daga að finna "Kænugarð" á nokkru einasta landakorti en eftir að mér var sagt að þetta væri Kiev lagaðist þetta.  New York er þýtt sem "Nýja Jórvík" og okkar gamla höfuðborg sem "Kaupmannahöfn".   
mbl.is Boða beint flug frá Akureyri til Lundúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eldur Ísidór

Björgvin er ekki bær norðan við Bergen. Bergen hét Björgvin áður fyrr og biskupsdæmið heitir enn Björgvin Bispedömme og karatefélagið ber enn nafnið Björgvin. Að þú skulir nenna ??

London heitir Londres á frönsku, Lonto á finnsku, Londra á ítölsku.

Kænugarður er Kiev eins og er Mikligarður ISTANBUL.

Aþena er Athens á ensku en Athenai á grísku. Grikkland er HELLAS á norsku og grísku, en Greece á ensku.

Leiðist þér ? Fokking hell.....

Eldur Ísidór, 14.8.2009 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband