Föstudagsgrín

  Einn gamall en kannski á hann alltaf við svona undir rós:

Þetta átti víst að hafa átt sér stað þegar Geir Haarde var "formaður" Sjálfstæðisflokksins en þá dreymdi Ingu Jónu Þórðardóttur víst eftirfarandi draum:  Hún , Geir Haarde, Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason fóru í sumarbústað á Þingvöllum í vikutíma og eins og gengur og gerist var þar margt aðhafst meðal annars var farið út á Þingvallavatn á bát og átti að veiða þá stóru í matinn en ekki vildi betur til en að bátnum hvolfdi og drukknuðu þau eitt af öðru.  Það næsta sem þau vissu var að þau stóðu fyrir framan sjálfan Guð, hann byrjaði á að líta á Geir og sagði: "Hver ert þú og hvað gerðir þú í lifanda lífi"?

-"Ég er Geir Haarde og ég var formaður Sjálfstæðisflokksins".

-"Flott" Sagði Guð og setti hann sér við hægri hlið.  "En hver ert þú"? Sagði hann og leit á Þorgerði Katrínu.

Hún svaraði að bragði og sagði; "Ég er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og var varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þetta er maðurinn minn Kristján Arason." Sagði hún og benti á Kristján.

-"Ágætt" Sagði Guð og sagði henni að fá sér sæti vinstra megin við hann og sagði Kristjáni að standa aftan við hana.

Síðan snéri hann sér að Ingu Jónu og sagði "Og hver ert þú"?

-"Ég  er Inga Jóna Þórðardóttir og þú ert í sætinu mínu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband