LEYNILÖGGAN Á REYKJANESBRAUTINNI

Ég get ekki orða bundist, ég verð að deila þessu með samborgurum mínum.  Í gærkvöldi, milli kl hálf tíu til tíu, var ég að aka Reykjanesbrautina, milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur (maður á víst að segja Reykjanesbæjar en sumt breytist ekki í huga manns).  Þegar ég var kominn um það bil hálfa vegu milli Kúagerðis og afleggjarans að Vogum á Vatnsleysuströnd, sá ég einhverja dökka þúst á veginum, þegar ég kom nær sá ég að þetta myndi sennilega vera yfirgefinn bíll en þegar ég kom enn nær sá ég að þetta var LÖGREGLUBÍLL, honum hafði verið lagt haganlega á milli akbrautanna sem lágu í sína hvora akstursstefnuna.  Það skal tekið fram  að það var orðið aldimmt á þessum tíma þannig að manni dettur ekkert annað í hug en að tilgangurinn hafi verið að freista þess að taka einhvern fyrir of hraðan akstur en alls ekki að koma í veg fyrir hraðakstur. Sem betur fer var ég á löglegum hraða.  Þetta kalla ég ekki sýnilega löggæslu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu  hefi oft skrifað um svona leynilegt athæfi/það ber að vera sýnilegur,við erum það og löggæslan einnig,það er að segja við þetta verk/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.10.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband