TVÍSKYNNUNGUR!!!!!!!

Ein STÆRSTA hvalveiðiþjóð í heimi að mótmæla hvalveiðum annarra þjóða.  Í þeirra huga virðist vera allt í lagi að drepa nokkur hundruð þúsund Íraka en svo fara þeir alveg á hliðina vegna 175 hvala?  Það er ekki í lagi með svona fólk.  Spánverjar eru með sitt fræga nautaat.  Hvað með meðferð Frakka á sniglum og ýmislegt fleira, ekki eru hvalirnir látnir synda í hvítlauksolíu til að "bragðbæta" þá (þess þarf ekki).  Refaveiðar Breta hafa verið umdeildar í gegnum tíðina en samt er einfalt fyrir þá að gagnrýna aðra.  Svo skal minnt á það að ESB bannar alfarið hvalveiðar og flest ríkin sem fordæma hvalveiðar Íslendina eru meðlimir í ESB þannig að ef við verðum svo ÓGÆFUSÖM að ganga í ESB þá verður hvalveiðum sjálfhætt.
mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Jóhann, þetta er góður pistill hjá þér og ég er þér innilega sammála. Þetta lið ætti að líta sér nær, hvergi í heiminum er drepið eins mikið af smáhvölum og við strendur USA.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.10.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Auðvitað er þetta tvískinnungur en það breytir bara engu því miður

Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Jóhann/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.10.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband