Föstudagsgrín

 

Ungt fólk var, af sitthvoru kyni, bjó á sitthvorum bænum í Skagafirði.  Það var stutt á milli bæjanna og eins og gengur og gerist þá var þetta unga fólk að „dragasig saman".  En það var einn galli á gjöf Njarðar, þetta átti að fara leynt en í sveitinni var símkerfi upp á „gamla" mátann eða sveitasíminn eins og við þekkjum sem erum komin um og yfir fertugt.  Til þess að engan grunaði neitt gerðu þau með sér samkomulag, að þegar þau mæltu sér mót til að fara í rúmið þá töluðu þau um það í símann að „TAKA Í SPIL" eða „TAKA SLAG". 

Eitt sinn hringdi strákurinn og stakk upp á því að þau hittust til að taka í spil.  Stelpan sagðist ekki vera í „stuði" og þar með lauk símtalinu.  Hún fór svo eitthvað að dútla en fór svo að hugsa að hún hefði nú verið svolítið fljótfær og hringdi í strákinn og sagði að sér hefði snúist hugur það væri ekkert að því að taka að minnsta kosti einn slag.

„ Nei það gengur ekki" sagði þá strákurinn  „ Ég var að LEGGJA KAPAL".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe góður

Jón Snæbjörnsson, 30.10.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Góður þessi!!!!! Jóhann ,hafðu góða helgi/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.10.2009 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband