VARÐHUNDUR LÍÚ..........

Ekki þykir mér mikið til koma við lestur greinar Vilhjálms Egilssonar.  Hann talar um tillögur "ríkisstjórnar fólksins" sem fúsk ég get ómögulega varist þeirri hugsun, eftir að hafa lesið þessa grein, að þar sé FÚSK á ferðinni.  Að taka sér í munn orð eins og FYRIRGREIÐSLU TIL PÓLITÍSKRA VINA OG VANDAMANNA, FÚSK OG FLEIRA án þess að færa nokkur rök fyrir máli sínu, er málflutningur sem er fyrir neðan allar hellur og er Vilhjálmi til mikillar minnkunar.

Svo kemur Þórólfur Matthíasson prófessor með það að hann skilji ekki hvers vegna ekki sé hreyft neitt við sjómannaafslættinum því tekjur sjómanna hafi hækkað um 20% eftir hrunið en hann "GLEYMIR" því að öll árin sem hið svokallaða GÓÐÆRI stóð yfir (eða frá árinu 2004 og fyrir þann tima) lækkuðu laun sjómanna að meðaltali um 17% á ári.  Þó svo að laun annara stétta LÆKKI núna þá varð LAUNALÆKKUN hjá sjómönnum á meðan laun annarra HÆKKUÐU en það virðist ekki eiga að taka tillit til þess núna.


mbl.is Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband