AUÐVITAÐ "FAGNA" NÝLENDUHERRARNIR ICES(L)AVE SAKOMULAGINU..........

Bjóst einhver við öðru???? Þeir hafa, með aðstoð Heilagrar Jóhönnu og Steingríms Joð, tryggt sér aðgang að mikilvægum auðlindum landsins og ekki má gleyma öllu vatninu, sem Heilög Jóhanna talaði svo fjálglega um, í áramótaávarpi sínu. Þá getur "ríkisstjórn fólksins" snúið sér óskipt að HINU málinu, sem heilög Jóhanna og Steingrímur Joð vinna að, ÞAÐ ER AÐ FULLKOMNA NIÐURLÆGINGU LANDS OG ÞJÓÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ "TROÐA" LANDINU Í ESB OG ÞANNIG AÐ GERA LANDRÁÐIN FULLKOMIN HJÁ ÞEIM
mbl.is Bos segir Íslendinga sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

320 þúsund nýjir harðduglegir vinnusamir þrælar er nú ekkert slor fyrir nýlenduherrana.

Baldvin Björgvinsson, 1.1.2010 kl. 15:24

2 identicon

Fyrri ríkisstjórn ákvað að tryggja allar bankainnistæður í topp í þessum einkabanka (Landsbankanum) hér á landi.  Finnst ykkur í lagi að mismuna innistæðueigendum eftir því hvar þeir búa?  Þið kallið fólk sem vill fá greitt til baka hluta af því sem það lagði í banka "Nýlenduherra".

Ég skil montið og frekjuna í Íslendingum þ.e. að finnast þetta bara allt í lagi að gefa öðrum þjóðum langt nef.  Meira að segja Svíar og Norðmenn vilja ekki lána Íslendingum nema að það sé gengið frá þessu samkomulagi.

Því miður er þetta ekki svona einfalt fyrir okkur að segja bara "Nei takk, við borgum ekki".  Ég vildi að það væri svona auðvelt.

Ég tel að okkur öllum Íslendingum finnist ömurlegt að þurfa að standa undir þessu.  Enginn er ánægður með þetta.

Margrét Ólafsd (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Margrét: Vissulega þarf að reyna að gera allt sem hægt er til að lágmarka tjón innstæðueigenda, og það hafa reyndar ríkisstjórnir Bretlands og Hollands nú þegar gert. Restin er bara spurning um uppgjör og dreifingu ábyrgðar sem breytir engu um endanlegt tjón reikningseigenda. Í stað þess að greiða hlut íslenska tryggingasjóðsins úr vasa skattgreiðenda finnst mér að það ætti að gefa kröfuhöfunum (breskum og hollenskum yfirvöldum) einfaldlega innheimtuleyfi á þá sem bera ábyrgð, og þá er ég að sjálfsögðu að meina stjórnendur þess einkafyrirtækis sem skaðanum olli.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2010 kl. 01:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tók einmitt eftir þessu með vatnið, og að bera það saman við sjávarauðlindina er fullkomlega 101 Reykjavík eitthvað, konan virðis ekki vita að aulindir sjávar voru færðar vinum og vandamönnum í tíð fyrri ríkisstjórna. Það fór kaldur hrollur niður eftir hrygglengjunni á mér þegar hún fór að tala um að svipað ætti að gera veið vatnið okkar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband