Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hvers vegna þurfum við Íslendingar að vera öðruvísi en aðrar Evrópuþjóðir???

Ég veit ekki betur en að meirihluti allrar okkar utanríkisverslunar sé við Evrópuþjóðir þurfum við að "auka" tímamuninn við þær yfir sumartímann?  Fyrir tæpum tuttugu árum var ég við nám í Noregi það var eins og við manninn mælt að strax og sumartími var tekinn upp þar var mjög erfitt að ná í nokkurn á Íslandi því þegar allir voru hættir í vinnunni í Noregi var dagurinn liðlega hálfnaður á Íslandi og þegar klukkan var um ellefu að kvöldi þar gat maður reiknað með því að einhver væri kominn heim á Íslandi.  Sumartíminn myndi "lengja" þann tíma, sem fjölskyldan hefði saman og auk þess að gera viðskipti okkar við önnur Evrópulönd einfaldari.
mbl.is Myrkir morgnar en björt kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vissulega lýtur þetta mjög vel út og útlit fyrir skemmtilegan kappakstur á morgun.

Og enn sýndi Spænski fýlupokinn hversu góður ökumaður hann er, menn verða bara að viðurkenna það að Renault bíllinn er alls ekki til stórræðanna og Alonso sýnir það og sannar hvað hann getur gert með bíl sem er rétt fyrir ofan meðallag.  Hann hefur nú aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér, aðallega á nú persónuleikinn upp á pallborðið, en það verður að viðurkennast að þeir eru ekki margir ökumennirnir sem slá honum við á brautinni.  Það hvað BMW ökumennirnir voru aftarlega voru mikil vonbrigði en ég á ekki von á því að Hamilton leiki sér að því að fara fram úr Heidfeld á morgun.
mbl.is Räikkönen vinnur 200. ráspól Ferrariliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki venja að fá leyfi fyrir myndatökum?????

Og þá er hægt að vinna hlutina í sameiningu en með svona vinnubrögðum er verið að auka til muna hættuna á að slys hljótist af.  Það er ljóst að með svona hátterni er bara verið að vekja upp tortryggni og ala á óvild milli hvalverndarsinna og hvalveiðimanna.
mbl.is Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu,  þegar hann sér unga konu  við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur  konuna gegnvota upp í, og spyr  hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ,  Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún  hafi fariðút að hitta  vinkonur sínar. Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp  í svefnherbergi, og sér þar  manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan  hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar  kallar hann, "ég get útskýrt"konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra  þetta"." Sko, ég var að keyra  heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún  spurði mig hvort konan  mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu  hætt að nota, og blússu sem þú værir löngu, löngu  hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan  hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum  orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að  nota".

Hveitibrauðsdagarnir á enda!!!

Nú kemur til með  að sverfa til stáls - í  rauninni tel ég að þarna komi aðeins upphafið af endinum.  Mörgum fannst það liggja í loftinu, þegar til þessa ríkisstjórnarsamstarfs var stofnað, að þetta yrði mjög skammvinnt samstarf og lítið yrði um framkvæmdir sem hefur komið á daginn.  Fyrsti prófsteinn ríkisstjórnarinnar var "aflasamdrátturinn" sem ríkisstjórninni tókst að "klúðra" svo rækilega með einhverjum ímynduðum "mótvægisaðgerðum" sem aðallega fólust í samgönguverkefnum sem áður var búið að samþykkja og að gera Byggðastofnun "starfhæfa" að nýju en það hafði verið samþykkt á Alþingi veturinn áður þegar enginn hafði hugmynd um yfirvofandi aflasamdrátt.  Eftir þessu eru þau "verk" sem liggja eftir ríkisstjórnina, það er að segja þegar hún hefur gert nokkuð.  Margir höfðu á orði þegar ríkisstjórnin fór af stað; að Ingibjörg Sólrún myndi ekki sætta sig við það að vera "aðeins" "stýrimaður" á skútunni, heldur væri hún að ná sér í smá reynslu sem ráðherra, þegar henni þætti nóg komið myndi hún "sprengja" þetta ríkisstjórnarsamstarf í loft upp og stofna til samstarfs með núverandi stjórnarandstöðuflokkum með sjálfa sig sem forsætisráðherra.
mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er nauðsynlegt að skjóta hann!!!!!

Eina sem hægt er að gera er að aflífa dýrið og það sem allra fyrst.  Eins víst er að annars sætum við uppi með bangsa og hvað getum við svo sem gert við hann. því ekki er nokkur trygging fyrir því að leyfi fengist til þess að flytja hann til "heimkynna sinna og svo verður að hafa það í huga að Ísbjörn er einhver "fullkomnasta drápsvél" í heimi, hefur einhver velt fyrir sér hvers vegna hann er efstur í fæðukeðjunni.
mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Virðuleg frú gekk að prestinum og sagði honum frá vandamáli sínu: “Ég á í mestu erfiðleikum með fuglana mína, ég á tvo talandi kvenpáfagauka, en þeir segja bara eina setningu” – “Nú hvað segja þeir?” Spurði presturinn.“Hæ við erum vændiskonur villtu bregða á leik!” – “Þetta er hræðilegt!” hrópaði presturinn “en ég held að ég hafi lausn á þessu vandamáli þínu.  Komdu með páfagaukana heim til mín og ég skal kynna þá fyrir gaukunum mínum, sem ég hef kennt að biðja bænir og lesa biblíuna”.Frúin varð ógurlega ánægð og strax næsta dag mætir hún með páfagaukana til prestsins, sem skellir þeim beint í búrið til karlpáfagaukanna, sem héldu á talnaböndum og báðu til Guðs.  Kvenpáfagaukarnir heilsuðu hinum með virktum og sögðu: “Hæ við erum vændiskonur, viltu bregða á leik?”Annar karlpáfagaukurinn leit á hinn og sagði æstur: “Leggðu frá þér talnabandið, bænum okkar hefur verið svarað”.

Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn er í dag - gefum blóð!!!!!!!

Að fara í Blóðbankann á Snorrabrautinni er alveg sérstakt, starfsfólkið er engu líkt og viðmótið sem maður mætir er óviðjafnanlegt, nú og svo er kaffistofan örugglega sú besta á landinu og síðast en ekki síst þá getur ferðin í Blóðbankann orðið til þess að bæta líf einhvers og það er stærsti ágóðinn.

Góð úrslit !!!!!!!!!!!!

Þessi úrslit, held ég, að séu það besta sem gat orðið í formúlunni og að sjá David Coulthard í þriðja sæti var alveg stórkostlegt og enn einu sinni upplifðum við það að Alonso "kenndi" öðru(m) en sjálfum sér um ófarir sínar á brautinni.  En BMW til hamingju með þennan stórkostlega árangur og alveg örugglega verður þetta ekki síðasti sigur liðsins en það er nú ekki líklegt að tvöfaldir sigrar verði mikið fleiri.
mbl.is Kubica vinnur jómfrúarsigur og fyrsta sigur BMW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Maður einn gekk inn í stórmarkað í Bandaríkjunum og spurði einn af starfsmönnunum hvort ekki væri hægt að fá hálft salathöfuð.  Ungi maðurinn sem tók á móti viðskiptavininum sagði honum að ekki væri hægt að kaupa hálft salathöfuð það yrði að kaupa heilt.  Viðskiptavinurinn gafst ekki upp þannig að ungi maðurinn ákvað að spyrja verslunarstjórann hvort þetta væri mögulegt.  Hann gekk á bak við og sagði við verslunarstjórann: “Það er eitthvert fífl þarna frammi sem vill kaupa hálft salathöfuð” um leið og hann lauk setningunni sá hann að maðurinn stóð fyrir aftan hann og þá bætti hann við: “og þessi herramaður fyrir aftan mig vill kaupa hinn helminginn!”Verslunarstjórinn var fljótur að ná þessu og leyfði honum að selja viðskiptavininum hálft salathöfuð.  Á eftir kom hann að máli við unga manninn og sagði: “Okkur hérna líkar vel við starfsmenn sem geta hugsað.  Hvaðan ert þú góði minn?”“Ég er frá Minnesota” svaraði ungi maðurinn.“Jæja af hverju fórstu þaðan?” spurði verslunarstjórinn.Ungi maðurinn svaraði: “Æ, það eru bara hórur og íshokkíspilarar í Minnesota”“Virkilega” sagði verslunarstjórinn undrandi “konan mín er einmitt frá Minnesota!”“Virkilega!” sagði ungi maðurinn, “með hvaða liði spilar hún?”

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband