Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

AUÐVITAÐ - HÚN VINNUR Á MÓTI HAGSMUNUM LANDS OG ÞJÓÐAR....

Eins og flestir ráðherrar í þessari ríkisstjórn.  Það er engu líkara en þessi "ríkisstjórn fólksins" vinni að því að koma landinu endanlega í þrot?
mbl.is Ekki sótt um undanþágu fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORINGJADÝRKUN..............

Það hefur löngum verið fjallað um hina MIKLU foringjadýrkun í hinum fyrri kommúnistaríkjum og fleiri einræðisríkjum, margir hafa viljað yfirfæra þessa foringjadýrkun á VG hérna á Íslandi, þessu get ég að einhverju leiti verið sammála, en mér sýnist foringjadýrkunin og "blind" hollusta við FLOKKINN og gjörðir og aðgerðaleysi ekki vera minnst innan Landráðafylkingarinnar (Samfylkingarinnar) og væri það kannski verkefni stjórnmálafræðinga, sem ekki eru á mála hjá Landráðafylkingunni, að rannsaka þetta fyrirbrygði Íslenskra stjórnmála.

AFSÖKUN FYRIR VITLAUSUM OG ALRÖNGUM ÁKVÖRÐUNUM NÚNA???????

Lengi ætlar Steingrímur Joð að "lifa" á því að íhaldið og framsókn hafi "valdið" HRUNINU með aðgerðum sínum og má það að einhverju leiti vera rétt hjá honum en það réttlætir EKKI þá arfavitlausu leið sem hann og ríkisstjórn Heilagrar Jóhönnu er að leiða þjóðina í með þessum kolgeggjuðu fjárlögum sem þetta landráðafólk leggur fyrir.  Hvernig væri nú að þetta fólk hætti að lifa í fortíðinni og fari að horfa til framtíðar á vitrænan hátt?
mbl.is Skilgetið afkvæmi hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERJU ORÐI SANNARA!!!!!!!

En meðan eintómir "hugfatlaðir" einstaklingar og fólk sem hvorki hefur vilja eða getu til að takast á við efnahagsvandann, er ekki við því að búast að nokkuð af viti verði gert.  Þessir "blöðruhausar" sem "stjórna" (afsakið, eru við völd nú um stundir) og kalla sig "ríkisstjórn fólksins" eiga heiðurinn af mestu "landráðum" Íslandssögunnar svo ekki er hægt að reikna með neinu vitrænu frá þessu fólki. 
mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll dýrin í ríkisstjórninni eiga ekki að vera vinir heldur bara að ganga í takt!!!!!

Og heilög Jóhanna varð að losa sig við þennan vandræðagemsa sem lét ekki að stjórn.  Eftir þetta telja Landráðafylkingin og viðhengi hennar í VG, sig geta unnið í friði að því að svíkja landið inn í ESB og ljúga Ices(L)ave inn á þjóðina.
mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TVÍSKYNNUNGUR!!!!!!!

Ein STÆRSTA hvalveiðiþjóð í heimi að mótmæla hvalveiðum annarra þjóða.  Í þeirra huga virðist vera allt í lagi að drepa nokkur hundruð þúsund Íraka en svo fara þeir alveg á hliðina vegna 175 hvala?  Það er ekki í lagi með svona fólk.  Spánverjar eru með sitt fræga nautaat.  Hvað með meðferð Frakka á sniglum og ýmislegt fleira, ekki eru hvalirnir látnir synda í hvítlauksolíu til að "bragðbæta" þá (þess þarf ekki).  Refaveiðar Breta hafa verið umdeildar í gegnum tíðina en samt er einfalt fyrir þá að gagnrýna aðra.  Svo skal minnt á það að ESB bannar alfarið hvalveiðar og flest ríkin sem fordæma hvalveiðar Íslendina eru meðlimir í ESB þannig að ef við verðum svo ÓGÆFUSÖM að ganga í ESB þá verður hvalveiðum sjálfhætt.
mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Joð hefur farið til NOKKURRA spákvenna!!!!

Fjárlögin í ár hljóta að verða tilnefnd til bókmenntaverðlauna ársins í flokknum SKÁLDVERK.  Það er "draumurinn" að auka tekjur ríkisins um 61 MILLJARÐ á næsta ári með SKATTAHÆKKUNUM EN Á SAMA TÍMA SÉR FJÁRMÁLARÁÐHERRA EKKI MÖGULEIKA Á SPARNAÐI Í RÍKISREKSTRINUM NEMA UPP Á 43 MILLJARÐA.  Þessi fjárlög verða lengi í minnum höfð sem þau allra aumustu sem hafa verið borin fyrir Alþingi og þar með fyrir þjóðina, enda kannski ekki við miklu að búast af þessi steingelda og ónothæfa liði sem á að heita að stjórni landinu um þessar mundir.
mbl.is Háskalegar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LEYNILÖGGAN Á REYKJANESBRAUTINNI

Ég get ekki orða bundist, ég verð að deila þessu með samborgurum mínum.  Í gærkvöldi, milli kl hálf tíu til tíu, var ég að aka Reykjanesbrautina, milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur (maður á víst að segja Reykjanesbæjar en sumt breytist ekki í huga manns).  Þegar ég var kominn um það bil hálfa vegu milli Kúagerðis og afleggjarans að Vogum á Vatnsleysuströnd, sá ég einhverja dökka þúst á veginum, þegar ég kom nær sá ég að þetta myndi sennilega vera yfirgefinn bíll en þegar ég kom enn nær sá ég að þetta var LÖGREGLUBÍLL, honum hafði verið lagt haganlega á milli akbrautanna sem lágu í sína hvora akstursstefnuna.  Það skal tekið fram  að það var orðið aldimmt á þessum tíma þannig að manni dettur ekkert annað í hug en að tilgangurinn hafi verið að freista þess að taka einhvern fyrir of hraðan akstur en alls ekki að koma í veg fyrir hraðakstur. Sem betur fer var ég á löglegum hraða.  Þetta kalla ég ekki sýnilega löggæslu.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband