Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
30.6.2009 | 20:15
Er aðeins EINN maður í VG sem stendur við stefnu flokksins??????
Eru allir aðrir í flokknum tilbúnir að éta stefnu flokksins, fyrir kosningar, ofan í sig fyrir ráðherrastól?
![]() |
Hvatti þingheim til að slá ESB út af borðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2009 | 17:31
Og halda menn virkilega að Ísland ráði við þetta??????
Hvernig geta menn haldið því blákalt fram að þjóðin ráði við svo háar greiðslur? Árlegur afgangur fjárlaga þarf að vera MINNST þetta mikill til að dæmið gangi upp, ég man aldrei eftir svona miklum afgangi á fjárlögum. En Steingrímur Joð telur að hann geti þetta og fari jafnvel létt með, kannski heldur hann og "stóðið" hans í VG að þetta geti komið inn með SKATTAHÆKKUNUM?
![]() |
60-70 milljarða árleg greiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2009 | 08:10
GÓÐAR FRÉTTIR.....
Nú þegar næstum eingöngu eru neikvæðar fréttir er gott að sjá svona innan um, maður sér þó smá týru í svartnættinu.
![]() |
Færri fyrirtæki í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2009 | 00:18
Hann talar bara í hálfkveðnum vísum.............
Og allt er "véfréttastíl" og heimsendaspám verði ekki gengið að þessum NAUÐASAMNINGUM sem gamli KOMMAVINURINN skrifaði undir. En skyldi hann nokkuð vera að hugsa um þjóðarhag þegar hann mælir LANDRÁÐASAMNINGNUM bót heldur gerir hann sér grein fyrir því að pólitísk framtíð hans sjálfs eru undir því komnir að þessi vesæli samningur komist í gegn?
![]() |
Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 22:37
"EINU SINNI KOMMI ALLTAF KOMMI"
Auðvitað skrifar hann undir þennan landráðasamning, þetta er jú verk "gamalla félaga".
![]() |
Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 20:23
Alltaf er nú meira og meira að koma í ljós í þessum Icesave-samningum
Það var eins og sagt var: Ísland sendi tóma VIÐVANINGA í þessa samninga, menn sem vissu ekki einu sinni hvar þeir áttu að skrifa þegar "nauðasamningurinn" var tilbúinn, sem var lagður fyrir þá.
![]() |
Undrast lánakjör Icesave samnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 18:00
Gylfi Magnússon verður að gæta að því sem hann lætur út úr sér!!!!
Og hann getur ekki leyft sér að slengja hvaða kjaftæði sem er framan í landsmenn. Þó svo að flutt hafi verið út fyrir fimm milljarða evra á ári og meðaltalsaukningin hafi verið átta prósent þarf maðurinn að gera sér grein fyrir því að það er núna alheimskreppa og því ekki hægt að gera ráð fyrir aukningu þetta árið heldur eru meiri líkur á samdrætti. Þá gefur hann það sterklegatil kynna að í rauninni sé það AGS sem STJÓRNI efnahagsmálunum hér á landi.
![]() |
Getum staðið við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 12:21
Meinti Steingrímur Joð ekki að hann væri ÆRULAUS ekki ÆÐRULAUS?????
Ekki kæmi mér það á óvart því ekki hefur hann vaxið í metum eftir að hann "tók þetta verkefni að sér" og er orðinn ÆRULAUS með öllu. Svo vísar hann í einhverja pappíra sem Davíð Oddsson skrifaði undir, síðan hvenær bindur undirskrift einhvers bankastjóra úti í bæ, hendur ríkisstjórnarinnar?
![]() |
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 11:21
Mánudagsgrín frá ríkisstjórninni!!!???!!!!
Þessar "ráðstafanir í ríkisfjármálunum" sem, ríkisstjórn heilagrar Jóhönnu og Steingríms Joð, var að kynna er hreinn og beinn brandari út í gegn. Ég man nú ekki betur en það hafi verið sagt að það ætti að hlífa þeim tekjulágu en ég get ekki séð að það sé nein viðleitni í þá átt í þessum tillögum nema síður sé. T.d er talað um "tímabundna" hækkun á fjármagnstekjuskatti umfram 250.000, síðan hvenær eru 250.000 árstekjur háar? Kannski er einhver ellilífeyrisþegi búinn að nurla saman 5.500.000 í gegnum tíðina og vegna þess að hann hefur verið svo forsjáll að spara til "mögru áranna" ákveður Steingrímur Joð að refsa honum og hirða meira af honum í ríkiskassann. Sykurskatturinn kemur bar til með að renna beint út í verðlagið og gerir stöðu Íslensks atvinnulífs enn verri en nú þegar er orðið, sama má segja um HÆKKUN tryggingagjalds. Það eina sem ég sé jákvætt við þessar "ráðstafanir í ríkisfjármálunum" er að það á að taka á fæðingarorlofsmálunum, en þó eru þessar ráðstafanir allt of litla, að mínu mati, afnema hefði átt fæðingarorlof feðra með öllu, enda stofnast ENGIN tilfynningatengsl milli föður og barns þessa fyrstu mánuði, þess í stað hefði átt að lengja fæðingarorlof móður í 12 mánuði. Með öðrum orðum; samkvæmt þessu LÆKKA öll laun og bætur en öll útgjöld HÆKKA. Þetta er DRAUMALANDIÐ í hnotskurn.
![]() |
Erfitt en óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2009 | 16:05
BÓNUS-BAUGUR-HAGAR?????
Í hverju liggur munurinn, eru ekki sömu eigendur að þessu öllu saman, enn er verið í útrás, á ekkert að gera, eru landsmenn ekki orðnir þreyttir á aðgerðarleysinu?
![]() |
Ný Bónus-verslun í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |