Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ekki talað um RAUNVERULEGA ástæðu frestunarinnar!!!!!

Þingforseti segir "meginástæðuna" vera þá að Hagfræðistofnun muni ekki skila áliti sínu um Ices(L) ave samninginn fyrr en á þriðjudag, en þá er 4 ágúst, sem þýðir að 5 dagar verða fyrir þingnefndir og ráðherra til að "berja" á þeim þingmönnum VG sem eru "erfiðir" í taumi.  Er það ekki raunveruleg ástæða frestunarinnar?


mbl.is Þingfundum frestað um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En getum við ekki lifað ÁN AGS??????

Það er nokkuð ljóst að það yrði erfitt en væri það ekki tilraunarinnar virði og vera þá um leið laus undan þeim þvingunum sem ESB beitir okkur í gegnum AGS, með því myndum við slá eitt aðalvopnið úr höndum ESB.  Ég fer samt ekkert ofan af því að umsókn um aðild að ESB eru STÆRSTU mistök þjóðarinnar en úr því sem komið er verður að sætta sig við þessi ósköp.
mbl.is Stjórnvöld halda í vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Íslensk hjón röltu inn á málverkasýningu í Glasgow.  Þau staðnæmdust við eitt málverkanna sem þau botnuðu ekkert í.  Verkið sýndi þrjá kolsvarta og kviknakta menn sitjandi á bekk í almenningsgarði.  Það sem vakti mesta undrun þeirra var, að maðurinn í miðjunni var með bleikt typpi en typpin á hinum tveimur voru svört. 

Safnvörður veitti hjónunum athygli og gerði sér grein fyrir því að þau voru að velta fyrir sér merkingu verksins.  Hann hélt næstum kortersfyrirlestur um hvernig verkið endurspeglaði ofuráherslu á hinn kynferðislega þátt í lífi og umhverfi svarta kynstofnsins í hvítu samfélagi.  Og bætti því við að „sá bleiki" væri jafnframt um sérstöðu hommans á meðal karlmanna.

Þegar safnvörðurinn hafði lokið tölunni og snúið sér að öðrum sýningargestum, gaf Skoskur maður sig á tal við hjónin og spurði hvort þau vildu vita hvað þetta verk táknaði? 

Þau spurðu hvers vegna hann ætti að geta skýrt það betur en safnvörðurinn?

-„Vegna þess að ég er höfundur verksins" sagði maðurinn  „ Í raun og veru eru þetta ekki svertingjar!  Þetta eru einfaldlega þrír Skoskir kolanámumenn.  Eini munurinn á þeim er sá að þessi í miðjunni skrapp heim í matartímanum".

 

 

Nú eru föstudagsgrínin orðin 104 talsins og það þýðir að ég er búinn að halda þessu gangandi í 2 ár og það þýðir einnig að framvegis verður þetta ekki lengur fastur liður hjá mér.  Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem hafa lagt það á sig að lesa þetta og vona að þeir hafi haft gaman af (til þess var nú leikurinn gerður).  Ekki er ég nú alveg hættur því ég kem nú til með að „lauma" inn einu og einu föstudagsgríni eftir því hvernig ég finn mér tíma til.


Smjörþefurinn af hvernig við verðum KÚGUÐ innan ESB!!!!!

Svona eru vinnubrögðin líka innan ESB, er það þetta sem við erum að leita eftir?
mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐFESTING!!!!

Þá er það staðfest, sem Samfylkingarmenn hafa alltaf ÞRÆTT fyrir, aðildarumsókn Íslands að ESB og Ice(l)ave tengjast.  Ég er á því að hagur ESB af því að Ísland gangi í sambandið sé meiri heldur en hagur Íslands af inngöngunni og við ÞURFUM ekkert á því að halda vera að VÆLA út einhverjar undanþágur frá reglum sambandsins.  Okkur væri bara nær að bíða og einbeita okkur að hinum risavöxnu málum sem bíða okkar hér heima fyrir og láta ESB eiga sig í nokkur ár.
mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skýrir þá verðmuninn????????

Er nema von að sé spurt, fólk heldur að það sé að láta eitthvað mikið hollara ofaní sig en svo kemur bara í ljós með því að eitthvað sé merkt "LÍFRÆNT RÆKTAÐ" er bara peningaplokk og blekking.
mbl.is Lítill munur á lífrænni og hefðbundinni matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að leggja línuna?????

Hver skyldi refsing útrásarvíkinganna verða????
mbl.is Mánaðarfangelsi vegna vegabréfafals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dökkur dagur fyrir FORMÚLUNA!!!!!

Þó ekki hafi BMW verið "mitt lið" hef ég fylgst með þeim og kemur þetta mér verulega á óvart.  Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska þetta árið þá var árið í fyrra alveg magnað og árið þar áður var mjög gott.  Það verður virkileg eftirsjá að þessu liði og víst að skarðið sem BMW skilur eftir sig verður vandfyllt.
mbl.is BMW hverfur á braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vestfirðingar!!!!

Þvílík og önnur eins samgöngubót sem þetta verður það er lengi búið að bíða eftir því að vegurinn um "DJÚPIÐ" styttist en vonandi er þetta bara byrjunin á því.
mbl.is Mjóafjarðarbrú opnuð 20. ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart!!!

Ég verð bú að segja að mér finnst stuðningurinn við þessa SVIKARÍKISSTJÓRN vera alveg ótrúlega mikill.  Eru ekki ALLIR búnir að átta sig á hvernig þetta fólk,  sem er í þessari ríkisstjórn er eða eru menn haldnir svo mikilli "pólitískri blindu" að þeir sjái ekki nema það sem þeir VILJA sjá???
mbl.is Ríkisstjórnin með 43% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband