Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

UPPHAFIÐ AÐ ENDALOKUNUM................................

Loksins kom að því að málsmetandi fólk gerði eitthvað í því að "ríkisstjórn fólksins" færi frá.  Ég segi hér málsmetandi vegna þess að þetta fólk getur haft raunveruleg áhrif á það hvort þessi STEINDAUÐA og þar af leiðandi VERKLAUSA ríkisstjórn heldur áfram að "níðast" á þjóðinni eða ekki.  Ekki get ég sagt að viðbrögð Heilagrar Jóhönnu við "hjásetu" þremenninganna, hafi komið mér mikið á óvart og hún gaf það jafnframt í skyn að "þetta væri óþolandi ástand og ekki yrði hægt að "treysta" á þetta fólk í framtíðinni".  Þessi orð hennar kveiktu þá von í brjósti mér að dagar þessarar ríkisstjórnar væru senn taldirVONANDI BER OKKUR GÆFA TIL ÞESS AÐ UTANÞINGSSTJÓRN VERÐI SKIPUÐ TIL ÞESS AÐ LEIÐA LANDIÐ ÚR ÞESSUM HÖRMUNGUM, ég get ekki séð fyrir mér að nokkur sé þess umkominn, sem situr á Alþingi í dag.  Með þessu móti gætu þingmenn rætt "klukkufrumvarpið" og mörg önnur "aðkallandi" mál en UTANÞINGSSTJÓRNIN tæki á þeim málum sem virkilega skiptu máli fyrir land og þjóð.
mbl.is Visst áfall segir Steingrímur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SÓL" GUNNARSSTAÐA-MÓRA LÆKKAR ÖRT ÞESSA DAGANA..............

Enda sér það hver heilvita maður að hann hefur ENGA GETU EÐA BURÐI til að sinna því starfi sem hann hefur tekið að sér og ekki verður sagt um hann að "STAÐFESTAN" sé neitt að hrjá hann, nema að því leyti að hann er staðfastur í að hækka SKATTA og ÁLÖGUR og að láta þjóðina greiða fyrir syndir útrásarvíkinganna.
mbl.is „Gríðarleg vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MÉR FINNST EINS OG ÉG HAFI HEYRT ÞETTA ÁÐUR.............................

Að menn tali um að náðst hafi hagstæður samningur og að lengra verði ekki komist.................  Hvernig er hægt að tala um "samning" þegar um NAUÐUNG er að ræða???????  Það er svona svipað og þegar einhver segir að það hafi jú verið heppni að innbrotsþjófar hafi verið á ferð hjá honum, þeir tóku jú allt, en þeir  sporuðu ekki allt út (virðast hafa farið úr skónum) gengu vel um og ekki urðu neinar skemmdir nema á svalahurðinni, þar sem var farið inn.  Enn hefur ekki verið úr því skorið hvort Íslendingum beri NOKKUR SKYLDA yfirleitt til þess að borga þessa nauðung og ekki hefur "ríkisstjórn fólksins" staðið  að því að sækja Breta til saka vegna "hryðjuverkalaganna" sem þeir settu á okkur og ollu okkur gríðarlega miklum skaða.  En vegna þess að Ices(L)ave veldur því að ESB-innlimunin verður í uppnámi, leggur Heilög Jóhanna nauðungina, með hraði og nú ætlast hún til að þingið vinni hratt, fram og nú verður ÖRUGGLEGA snúið upp á nokkrar hendur og  beitt hótunum til þess að þessi ófögnuður verði samþykktur í þinginu.  Okkar eina von verður FORSETINN og ég segi bara GUÐ BLESSI ÍSLAND.......................
mbl.is Icesave frumvarpið lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

UM "LÖGLEGT" OG "ÓLÖGLEGT" SMYGL.............................................

Jú fyrirsögnin er skrýtin en kannski ekki alveg "út úr kú".  Þannig var nú mál með vexti að á þeim tíma sem ég var í siglingum voru tvær tegundir af smygli, sem við, á þeim skipum sem ég var á, gerðum stóran mun á:  Annars vegar var það smygl á áfengi og tóbaki, sem okkur fannst "í lagi með" en hins vegar var smygl á eiturlyfjum og öllu því viðkomandi. Það sem okkur um borð í skipunum fannst verst að ef eiturlyf eða eitthvað svoleiðis fannst í skipinu, var orðsporið sem það fékk á sig alveg voðalegt og varð oft þess valdandi að erfiðlega gekk að manna það og svo var líka að ef einu sinni hafði komið upp svoleiðis mál á skipi, leiddi það til þess að NÁKVÆMARI leit fór þar fram þegar skipið kom úr siglingu og því meiri áhætta að vera með nokkuð umfram það sem var leyfilegt.  Því var það yfirleitt gert að menn "losuðu" sig við þá sem voru líklegir til að reyna að smygla eiturlyfjum en það tókst nú ekki alltaf eins og dæmin sanna í gegnum tíðina.
mbl.is 117 vodkalítrar og varahlutir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ SVONA LAGAÐ SEM FÓLK VILL SJÁ ???????????????

Minnismerkin sem "ríkisstjórn fólksins" ætlar að skilja eftir sig eru rjúkandi rústir flestra heilbrigðisstofnanna úti á landi (nema sjúkrahúsið á Akranesi en flestir vita nú ástæðuna fyrir því).  Og nú á að bæta Sólheimum í Grímsnesi á "afrekalistann".  Ég hef nokkuð oft komið til Sólheima og hef heillast nokkuð mikið af þessu samfélagi sem er þar og áberandi hefur mér fundist gleði og ánægja með lífið og að það er litið á alla sem jafningja.  Mér datt í hug samlíkingin við Kardimommubæ, þar gekk allt bæjalífið vel en ræningjarnir þrír, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, héldu bænum í heljargreipum en sem betur fer rættist úr því.  Sama má kannski segja um Sólheima, "ríkisstjórn fólksins" heldur samfélaginu þar í heljargreipum en vonandi rætist úr með það eins og gerði í Kardimommubæ.  Margir hafa í gegnum árin getað þakkað Sólheimum það að þeir hafa getað átt gott líf og vonandi verður það þannig um ókomna tíð.............
mbl.is Þjónustu við fatlaða hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARNA LÝSIR HANN AÐALLEGA SJÁLFUM SÉR OG BESZTA FLOKKNUM.........

Það versta er að hann er bara sjálfur alkóhólistinn og fjölskyldan er BEZTI flokkurinn.  Þegar hann kom fram og Bezti flokkurinn komu fram, var ekki svo lítið sem átti sem átti að gera og breyta, en hver varð svo raunin??????  Þegar hann svo komst til valda datt hann í nákvæmlega sama "stjórnmálamannafarið" og verið hafði, sem hann og meðreiðarsveinar hans höfðu ætlað að breyta en það var bara bætt um betur, það bara kom í ljós að það var komið fólk til valda sem hafði ekki nokkra einustu glóru um það sem þeir voru að gera og eina sem kom fram voru stórauknar álögur á borgarbúa og skert þjónusta á öllum sviðum.  HVER ER SVO Í LÍKI ALKÓHÓLISTANS?????
mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAPURLEGT AÐ LESA SVONA "YFIRKLÓR"................................

Það er auðvitað rétt að ábyrgðin á rekstri bankanna var hjá stjórnendum þeirra EN ÁBYRGÐIN Á ENDURSKOÐUN REIKNINGA ÞEIRRA VAR HJÁ ENDURSKOÐENDUNUM.  Samkvæmt lögum nr 79/2008 lög um endurskoðun lll kafla 10 gr. segir: " Endurskoðandi samstæðu ber ábyrgð á endurskoðun samstæðureikninga. Endurskoðandi samstæðunnar skal afla gagna og yfirfara vinnu annarra endurskoðenda sem komið hafa að endurskoðun annarra eininga innan samstæðunnar. Þá skal endurskoðandi samstæðu tryggja aðgang eftirlitsaðila að vinnugögnum annarra endurskoðenda vegna endurskoðunar annarra eininga innan samstæðunnar.
Í þeim tilvikum þar sem endurskoðun tiltekinna eininga innan samstæðu fer fram í landi utan Evrópska efnahagssvæðisins skal endurskoðandi samstæðu varðveita afrit af vinnugögnum viðkomandi endurskoðenda eða tryggja með öðrum hætti aðgang eftirlitsaðila að þeim og afla sér gagna annarra endurskoðenda. Sé endurskoðanda meinaður aðgangur að vinnugögnum skulu vinnuskjöl skjalfesta þær hindranir og ástæður þeirra".  Samkvæmt þessum lögum verður ekki vikist undan ábyrgð og hafi gögnum verið ábótavant bar endurskoðendum skylda til að nálgast þau gögn og ef ekki var hægt að fá þau átti að tilgreina ástæðu þess að þau vantaði.  Þannig að allt tal um að EKKI sé ábyrgð til staðar er bara út í hött og á ekki að neinu leiti við.  Nógu er nú þjónustan dýr.  Ef ekki er nein ábyrgð tekin á vinnunni, FYRIR HVAÐ ER ÞÁ VERIÐ AÐ BORGA?????  Svo kemur það fram í þessum tveimur skýrslum, að millistjórnendur bankanna sögðu endurskoðendum ítrekað frá misfærslum í uppgjöri bankanna en aðvaranir þeirra voru sniðgengnar.  Gefur þetta tilefni til þess að menn tali um vönduð vinnubrögð???


mbl.is PwC: Ábyrgðin hjá stjórnendum bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ Á AÐ SKATTLEGGJA SKATTAHÆKKANIRNAR OG SVO VERÐUR SETTUR SKATTUR Á ALLT SAMAN............

Nú eru "snillingarnir" í "ríkisstjórn fólksins" tilbúnir með hugmyndir um VEGTOLLA á ALLAR HELSTU SAMGÖNGUÆÐARNAR til og frá höfuðborgarsvæðinu, allt austur á Selfoss, að Hvalfjarðargöngum og Reykjanesbrautina. Þetta er sagt að sé nauðsynlegt til að fjármagna fyrirhugaðar vegabætur. EN HVAÐ MEРÞAU OPINBERU GJÖLD SEM NÚ ÞEGAR  ERU Á  ELDSNEYTI, Í HVAÐ FARA ÞAU?????  Það var meira að segja rætt um að LOKA Víkurskarði, þegar Vaðlaheiðargöngin yrðu tilbúin, svo fólk kæmist ekki hjá því að keyra göngin og þar með að greiða VEGTOLLINN...... Ætlar skattahækkununum aldrei að linna og hvar verður NÆST komið niður????????


mbl.is Mótmælir vegtollum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MENN ÞURFA JÚ AÐ VINNA FYRIR "DÚSUNNI", SEM ER STUNGIÐ UPP Í ÞÁ..

Það er vel þekkt að stundum þarf að "temja" þá sem eru "óþægir" og suma þarf að tala meira til en aðra.
mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giltu þessar STRÖNGU REGLUR EKKI þegar var ákveðið að leggja lífeyri félagsmanna í FRAMTAKSSJÓÐINN?????

Og hvar var þessi maður eiginlega, sem stendur svo staðfastlega vörð um hagsmuni sjóðsfélaganna, þegar sú ákvörðun var tekin?????
mbl.is Hart sótt að lífeyrissjóðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband