Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

ER EKKI JÓN GNARR SEM BORGARSTJÓRI "BARA EITTHVAÐ RUGL"????

Væri ekki ráð hjá honum að fara að "hnoða" fjárhagsáætluninni fyrir borgina og fyrirtæki hennar saman og fara að gera eitthvað af því sem hann var kosinn til í stað þess að vera með einhverjar svona misgáfulegar athugasemdir á "fésinu"??????


mbl.is Er samgöngumiðstöðin „rugl“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LILJU MÓSESDÓTTUR SEM FJÁRMÁLARÁÐHERRA STRAX!!!!!!!!

Var að hlusta á viðtal Þórhalls Gunnarssonar við Lilju Mósesdóttur, í þættinum Návígi á þriðjudagskvöldið.  Það er alveg með ólíkindum að Gunnarsstaða-Móri skuli ekki hafa haft þessa manneskju, sem sinn allra nánasta ráðgjafa í efnahagsmálum, þann tíma sem hann hefur verið fjármálaráðherra.  Nei hann hefur kosið að hunsa hennar ráð og þekkingu og fara sínar eigin leiðir (Enda eru einhver dæmi um það að hann fari að ráðum annarra nema kannski Indriða sem er álíka "leðurhaus"????).  Nú á forsetinn að slá í borðið og segja: "Nú er komið mikið meira en nóg af bulli og vitleysu" og leysa upp þingið, boða til kosninga og sjá til þess að STJÓRNARSKRÁIN VERÐI VIRT í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins árið 1944 með því að skipa ráðherra í ríkisstjórnina UTAN ÞINGS.  Með því að ráðherrarnir séu úr þingliðinu er verið að gera FRAMKVÆMDAVALDINU hærra undir höfði á kostnað LÖGGJAFARVALDSINS.

Lilja Mósesdóttir hefur sýnt það og sannað í gegnum sinn stutta feril á þingi að þar fer yfirburðamanneskja og EFNAHAGSMÁL þjóðarinnar yrðu í góðum í góðum höndum hjá henni.


NÚ Á AÐ PISSA Í SKÓINN SINN ÞAR TIL FLÆÐIR ÚT ÚR !!!!!!!!!!!!!

En gera menn sér ekki grein fyrir því að áhrifin breytast ekkert, hlandið verður alveg jafn skítkalt þegar það kólnar.  Hversu mikið fjármagn telja menn að sé "réttlætanlegt" að setja í þessa hít áður en þeir viðurkenna mistökin.  "Á sandi byggði heimskur maður hús" söng maður í sunnudagaskólanum í gamla daga, kannski verður textanum breitt og sungið verður "Á sandi byggðu heimskir menn höfn".  Menn virðast örlítið vera farnir að taka við sér, í fréttinni er sagt að gosefni og sandur hafi lokað höfninni en áður voru það eingöngu gosefni.   Svo seinna meir verða hafnarmannvirkin í Bakkafjöru rándýr minnisvarði um hroka mannsins gagnvart náttúrunni - en koma menn til með að læra af þessu floppi??????
mbl.is Undirbúa útboð á dýpkun með stærra skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MENN VIRÐAST HAFA MISJAFNA SÝN Á HVAÐ SÉ ÁRANGUR..........

Er það dæmi um mikinn árangur að stór hluti landsmanna er að missa heimili sín á uppboð vegna AÐGERÐALEYSISstjórnvalda ????????  Er það dæmi um mikinn árangur að stjórnvöldum hefur ekki tekist að afgreiða Ices(L)ave á tæpum tveimur árum vegna undirlægjuháttar stjórnvalda??????  Er það dæmi um mikinn árangur að atvinnulíf hér á landi er því sem næst í dauðateygjunum, vegna efnahagsstefnu stjórnvalda?????  Er það dæmi um mikinn árangur að ekki er hér stutt við þróun og nýsköpun til styrkingar atvinnulífinu vegna andvaraleysis stjórnvalda?????  Svona mætti lengi telja, en ég nenni því ekki því ég finn að yfir mig hellist depurð yfir því að þessir getulausu aumingjar, sem eiga að stjórna landinu, skuli enn vera við völd og það er frekar lítið sem bendir til að þar verði breyting á fljótlega................
mbl.is „Mikill árangur hefur náðst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÓ FYRR HEFÐI VERIÐ!!!!!!!!!

Það er öllum ljóst að núverandi ríkisstjórn ræður engan vegin við það verkefni að koma landinu í var undan þessu bankahruni og efnahagskreppunni.  En það hefur enginn af þingmönnunum á Alþingi haft til þess kjark eða þor að fara fram á kosningar.  Þór Saari hefur eitthvað talað utan af því en þar með er það upptalið.  Það hefur ekki komið tillaga um kosningar vegna þess að þingmenn eru skíthræddir um að það komi fram framboð eins og Bezti flokkurinn, sem hirði til sín megnið af fylginu og að einhverjir "spéfuglar" komist til valda, t.d verði Sveppi Forsætisráðherra, Pétur Jóhann Fjármálaráðherra og Helga Braga Utanríkisráðherra og núverandi þingmönnum verði kastað út í ystu myrkur.
mbl.is Frjálslyndir krefjast þingrofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PÓLITÍSKUR SKRÍPALEIKUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Úrslit "atkvæðagreiðslunnar", um það hvort ætti að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm, afhjúpuðu það svo sannarlega að LANDRÁÐAFYLKINGUNNI tókst að eyðileggja þetta mál og gera það að pólitísku þrætuepli, sem aldrei verður nein sátt um.  Þótt ekki sé mér ljúft að viðurkenna það, þá voru Sjálfstæðismenn þeir einu sem héldu haus í þessum skrípaleik, því þeir kusu gegn því að nokkur yrði sakfelldir sama í hvaða flokki hann/hún var.  En það sem stendur upp úr eftir þessa "atkvæðagreiðslu" er að AÐ ÞAÐ ER ENDANLEGA LJÓST AÐ ALÞINGI ER HANDÓNÝT STOFNUN OG ER ENDANLEGA BÚIN AÐ TAPA ÞEIRRI LITLU VIRÐINGU SEM ÞAÐ HAFÐI MEÐAL ÞJÓÐARINNAR.
mbl.is Samfylking réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF HVERJU YFIRGAF HÚN ÞÁ FUNDINN SVONA SNEMMA????????

Ætlaði hún kannski ekki að undirrita yfirlýsinguna en sagði bara engum frá því?????  Þetta bull og fyrirsláttur hjá henni er bara í stíl við annað sem hún hefur látið frá sér fara síðan hún kom "ríkisstjórn fólksins" á koppinn og merkilegt nokk hún hefur komist upp með þvættinginn...............
mbl.is Gaf ekki samþykki fyrir undirritun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA EKKI BARA TOPPURINN Á ÍSJAKANUM????????

Hingað til hafa talsmenn Lífeyrissjóðanna, verið afskaplega iðnir við að tala um það hversu "litlu" Lífeyrissjóðirnir hafi tapað í "hruninu".  Mín reynsla, af svona tali, er sú að á eftir komi annað í ljós og að oftast er tilgangurinn með svona tali að búa fólk undir slæmar fréttir.  Sennilega eru Lífeyrissjóðirnir ekki eins stöndugir og af er látið.................
mbl.is Tapaði 16,2 milljörðum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞAÐ EKKI FREKAR FRÉTT ÞEGAR HERJÓLFUR GETUR SIGLT Í LANDEYJAHÖFN??????

Það er svo oft frétt þess efnis að fella þurfi niður ferðir að það er miklu algengara heldur en ef hann getur siglt...................
mbl.is Herjólfur siglir ekki kl. 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA HEFUR VERIÐ ALVEG Á HREINU MJÖG LENGI...........................

Og það sem meira er að Heilög Jóhanna vissi þetta alveg frá upphafi enda sagði hún " Væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla verði AÐEINS RÁÐGEFANDI  en EKKI BINDANDI".  Það getur hver túlkað þessi orð hennar eins og hann vill en ég kýs að túlka þau sem marklaust hjal sem hefur ekki nokkra þýðingu fyrir þjóðina.  Já sinnar hafa mikið haldið því á lofti að þjóðin fái að segja sitt álit en ég hef alltaf haldið því fram að það sé ekki rétt og lýt svo á að þarna sé það staðfest.
mbl.is Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband