Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Föstudagsgrín

 

Illa klæddur maður kemur inn í banka og hrópar til gjaldkerans: "Ég ætla að opna andskotans bankareikning í þessum skíta banka, og það strax". Gjaldkerinn heldur að hún hafi ekki heyrt rétt og segir:"Afsakaðu, hvað segirðu?" "Andskotinn hafi það, heyrðirðu ekki í mér, ég ætla að opna andskotans reikning og það strax!"

Konan var alveg hvumsa og sagði:"Fyrirgefðu, en við líðum ekki svona orðbragð hérna". Maðurinn gaf sig ekki og krafðist þess að hitta yfirmann hennar, en þegar yfirmaðurinn kemur til mannsins og spyr, "Fyrirgefðu, hvert er vandamálið?".

"Það er ekkert helvítis vandamál hérna" segir maðurinn, "Ég var að vinna 100 milljónir í víkingalottóinu og ætla að stofan andskotans reikning í þessum skíta banka".

"Ég skil", segir yfirmaðurinn, "og veitti helvítis kellingin þér enga andskotans þjónustu?"


HVENÆR VARÐ ORÐIÐ SKÚRIR AÐ KARLKYNSORÐI???????

Frá því að ég man eftir að hafa hlustað á veðurfregnir, fyrst í útvarpi (ég er orðinn það gamall og þroskaður) og síðan í sjónvarpi og útvarpi, hefur orðið "skúrir" alla tíð verið kvenkynsorð og í fleirtölu verið talað um "þær skúrirnar".  Þetta var viðtekin málvenja (ekki þori ég eða hef þekkingu til að dæma um hvort þetta sé rétt en þessi venja var farin að festa sig í sessi).  Svona gekk þetta fyrir sig þar til fyrir nokkrum mánuðum að Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur sem oft sér um veðurfréttir á RÚV, fer allt í einu að tala um að það gætu orðið "einhverjir skúrir" einhvers staðar á landinu.  Svo  fer hún Snjólaug Ólafsdóttir, á Stöð 2, að apa þetta eftir Kristínu Hermannsdóttur.  Ekki væri úr vegi að einhverjir sem til þekkja, segi mér hvort er rétt að segja og svo væri ekki úr vegi að vita hvort ég sé sá eini sem þetta fer í taugarnar á??????

KRÓNAN ER EKK Á FLOTI Í DAG - HELDUR LAUSU LOFTI......................

Óskaplega er þessi umræða um að krónan sé svo "arfaslakur"gjaldmiðill og upphaf og endir allra okkar vandamála, á lágu plani og svo gjörsamlega á vitlausum forsendum.  Þetta er svona svipað því og ef það er brotist inn í húsið þitt og notað "kúbein" við innbrotið.  Auðvitað var það ekki "kúbeinið", sem braust inn þó svo að það hafi verið notað við að spenna upp glugga eða hurð.  Að sjálfsögðu var það innbrotsþjófurinn, sem braust inn.  Eins er það með krónuna hún  er bara "tæki" sem er notað við stjórnun efnahagsins.  Það er að sjálfsögðu stjórnun efnahagsmála sem hefur brugðist en ekki gjaldmiðillinn.  Krónan stjórnar ekki út - og innflutningi og ekki heldur hvernig þessu er ráðstafað..............
mbl.is Árni Páll: Flotkrónan snýr ekki aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AUÐVITAÐ....................................................................

Það á ekkert að vera að gera einhver "hrossakaup" um þinglok heldur á bara að ljúka á eðlilegan hátt þeim málum sem átti að taka fyrir á þessu septemberþingi og ekkert "múður" með það...........
mbl.is Fundur svo lengi sem þörf er á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ SJÁLFSÖGÐU Á MANNESKJAN AÐ SEGJA SIG ÚR SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM...............

Og ganga í LANDRÁÐAFYLKINGUNA þar sem hún á heima.  Hún hefur sýnt fram á það, með orðum og athöfnum og ekki síst með þessari "blindu" trú sinni á ESB og öllu því sem þessu sambandi tilheyrir, að hún er "pólitískur undanvillingur" og ætti bara að koma sér á réttar slóðir.  En svo er önnur saga hvort Landráðafylkingin vill nokkuð með hana hafa?????
mbl.is Ekki hægt að bjóða upp á krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER HÆGT AÐ LEGGJAST MIKIÐ LÆGRA????????????????

Sýnir þetta ekki mest á hvaða þroskastigi menn eru???????
mbl.is Bjór fyrir ummæli Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"SANDKASSAHÍTIN" TEKUR ENDALAUST VIÐ OG "BALLIÐ" ER BARA RÉTT AÐ BYRJA...............

Sandkassinn í Landeyjahöfn er nú þegar orðinn dýrari en ráð var fyrir gert.  Nú árið 2011 er komið mun meira fjármagn í höfnina en gert var ráð fyrir til ársins 2014 og þetta taldi Innanríkisráðherra "flottan" tímapunkt til að tilkynna, að þess vegna, yrði EKKI hægt að fjárfesta í NÝRRI FERJU.  Ég var hræddur um það, alveg frá upphafi þess að umræða um þessa  fyrirhuguðu framkvæmd fór af stað, að það yrðu að sjálfsögðu Vestmannaeyingar sjálfir sem myndu fá að gjalda fyrir þetta KLÚÐUR.  Þegar menn væru búnir að sjá hversu GALIN þessi framkvæmd var, væru þeir EKKI tilbúnir að setja meira fjármagn í samgöngubætur milli Lands og Eyja.  Þetta er nú komið í ljós .  Nú sitja menn uppi með rándýra "höfn", sem aðeins nýtist sem slík yfir sumartímann og menn vita ekki einu sinni í hversu mörg sumur verður hægt að nota hana, ætli áætlunarferðir Herjólfs til Þorlákshafnar hefjist ekki fljótlega eftir helgi (fer náttúrulega eftir veðri).  Því miður verður það bara að viðurkennast að samgöngumálum Eyjamanna var "kastað" 50 árum aftur í tímann með þessari framkvæmd og ekki sér fyrir endann á þessum ósköpum.
mbl.is Kostnaður orðinn 3,5 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG ÆTLAR HANN AÐ FÆRA RÖK FYRIR ÞESSUM UMMÆLUM??????

Menn ættu að láta það duga að tala um hluti sem þeir geta fært rök fyrir en ekki að bulla um eitthvað sem er alveg út úr kortinu og þeir geta ekki með nokkru móti staðið við eins og Helgi Hjörvar gerir þarna.  Ég gerði það að gamni mínu, í tilefni að þessum ummælum, að skoða skráð gengi evrunnar skv. Seðlabanka Íslands 10 hvers mánaðar þetta ár.  Þar kemur í ljós að gengi evrunnar hækkar úr 154,02 10 janúar í 166,25 þann 10 júlí en eftir það fellur gengi evrunnar nokkuð hratt og er orðið 160,70 þann 10 september og sem dæmi um það hversu hratt gengi evrunnar fellur er gengið orðið 160,25 í dag.  Ef þetta sýnir, svo ekki verði um villst, stöðugleika evrunnar gagnvart krónunni, að mati Helga, þá þarf hann að láta athuga hausinn á sér og það mjög vandlega...........
mbl.is Evran sterkari en krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ÞESSI "RÁÐHERRARÆFILL Á PLANI" EKKI BARA AÐ HALDA SÉR SAMAN????

Það sem hann hefur haft til málanna að leggja hingað til, hvort sem er í pólitískri umræðu eða almennri, er bara tómt blaður og bull og hefur frekar verið þjóðinni til skaða en hitt..........
mbl.is Stórskotaliðsárásir forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER EKKI BARA VERIÐ AÐ AÐLAGA SIG AÐ ÞÖRFUM MARKAÐARINS?????

Er ekki alltaf verið að tala um að "kirkjan" eigi að vera nútímalegri og það eigi að nýta tæknina????  Svo þegar það er gert þá verður allt vitlaust....  Þarna hefur hún Tracy Elise fundið "glufu" í markaðnum og ætlað sér að nýta hana en þá koma koma einhverjir leiðindaskarfar og eyðileggja allt......................


mbl.is Kynlíf hluti af þjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband