Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Föstudagsgrín

Davíð kom
skröltandi heim til sín klukkan hálffjögur að nóttu eftir að hafa verið úti á
krá með félögum sínum. Hann fór úr skónum til að vekja ekki Katrínu konuna
sína.Hann læddist
hljóðlega að stiganum sem lá upp í svefnherbergið, en tók ekki eftir síðustu
tröppunni og datt um hana. Sem betur fer náði hann taki á handriðinu en datt
beint á rassinn. Við fallið brotnuðu tvær viskýflöskur sem hann geymdi í
rassvösunum og sársaukinn minnkaði ekki við glerbrotin.Hann náði þó að
halda aftur af öskrinu. Hann stóð upp, girti buxurnar niður um sig og leit í
spegilinn. Í speglinum sá hann að það blæddi úr báðum rasskinnunum. Hann fann
sér því fullan kassa af plástrum og reyndi eins og hann gat að hylja sárin með
plástrum.Eftir að hafa
næstum því tæmt plástrakassan skjögraði hann inn í svefnherbergi og lagðist í
rúmið.Um morguninn
vaknaði hann við sársaukann og Katrín horfði á hann.

„Þú hefur verið
á fylleríi eina ferðina enn, er það ekki?" spurði hún.

„Af hverju spyrðu?" svaraði Davíð.

„Nú," sagði Katrín. „Það gæti verið opna útidyrahurðin. Það gætu verið glerbrotin efst í
tröppunum. Það gæti verið slóðin af blóðdropum um allt húsið. Það gætu verið
blóðhlaupin augun í þér - en það sem vakti mestu grunsemdirnar hjá mér eru
plástrarnir á speglinum."


BOÐAR MEIRI MIÐSTÝRINGU EN ER Í DAG....................

Og finnst þó mörgum meira en nóg af henni í dag.  Það er kannski ágætt að það komi fram að það er litið á þá sem berjast á móti henni, sem vandamál....................
mbl.is Vandamálið heitir Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KANNSKI ÆTTI ÍSLENSKA "PENINGASTEFNUNEFNDIN" AÐ KÍKJA Í HEIMSÓKN...

En það myndi að sjálfsögðu kosta það að nefndin yrði að yfirgefa "glerbúrið" sitt og sjá hvernig lífið gengur fyrir sig utan þess.  Ekki lækkar Seðlabanki Evrópu stýrivextina vegna sterkrar stöðu evrunnar, mikils hagvaxtar eða vegna þess að atvinnuleysi sé á niðurleið.  En hver sem ástæðan er þá virðist vera að þarna séu á ferðinni menn sem vita nokkurn vegin hvað þeir eru að gera - öfugt við peningastefnunefndina á Íslandi.........................
mbl.is Stýrivextir Evrópska seðlabankans í 0,25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞARF AÐ LAGFÆRA "STARFSUMHVERFIÐ" EKKI SEINNA EN STRAX.......

Fyrir það fyrsta verður að vinna af alvöru í því að aflétta gjaldeyrishöftunum, sem "Ríkisstjórn Fólksins" festi svo rækilega í sessi,  að það verður erfitt fyrir núverandi valdhafa að breyta þar nokkru um en það er lífsnauðsyn að vinna vel í þessu og vissulega vekur það vonir að "vinstri vitleysan" skuli vera farin frá. Svo er mikilvægt að böndum verði komið á hryðjuverkamennina í Seðlabanka Íslands.  Þeir verða að fara að gera sér grein fyrir því (þessir menn í peningastefnunefnd) að stýrivextirnir hér á Íslandi hafa ENGIN áhrif á verðbólguna.  Það eina sem háir stýrivextir gera er að draga kjarkinn úr mönnum og stuðla að því að síður verði farið út í nauðsynlegar fjárfestingar.  Það er búið að "hamra" svo á því að stýrivextirnir séu eitthvað galdratæki og verið notaðir sem einhver GRÝLA á landsmenn í gegnum árin að menn trúa þessu kjaftæði eins og nýju neti og þegar Seðlabankinn heldur að sér höndum og hótar að hækka stýrivextina verði ekki hitt og þetta gert (launahækkanir mega ekki fara yfir 2,5% og svo framvegis), þá þora menn ekki að fara í neinar framkvæmdir.  Lagfæra verður skattkerfið aftur eftir ógnarstjórn "vinstri vitleysunnar" og gera fyrirtækjum og stofnunum það kleyft að stunda rannsóknir- og þróunarstörf, með því að auka skattívilnanir fyrirtækja sem þetta gera.  Það er einnig lykilatriði að menn sjái einhvern  vott af STÖÐUGLEIKA hér á landi en "vinstri vitleysan" passaði vel upp á að ekkert svoleiðis væri innan sjónmáls, en nú horfir allt til betri vegar................ 
mbl.is Sprotafyrirtæki líkleg til að flytja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN SVEIK BÆÐI STEFNU OG SAMÞYKKTIR FLOKKSINS BARA FYRIR RÁÐHERRASTÓL...

Skýrara getur það ekki orðið, þó svo að hann beri á móti því og reyni þannig að réttlæta svikin á einhvern hátt sem enginn skilur...................
mbl.is Evrópumálin hefðu „hangið svo lengi yfir“ stjórnmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR ERU AÐ REYNA AÐ "RÉTTLÆTA" AXARSKÖFTIN SEM ÞEIR STÓÐU FYRIR Í RÁÐHERRATÍÐ SINNI.........

Og með því að gefa út bækur, þá halda þeir að þeir geti haft áhrif á það hvernig þeirra verk verði skoðuð í framtíðinni.  Þetta heitir að stunda sögufölsun en það eru frekar litlar líkur á því að nokkur láti blekkjast af þessu brölti þeirra...............
mbl.is Óvanaleg söguritun stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR REYNA AÐ FELA EIGIN SKÍT MEÐ ÞVÍ AÐ ATA AUR YFIR FORSETANN..

Þannig hafa þessir tveir menn alltaf unnið og ekkert sem bendir til að nein breyting verði þar á.......


mbl.is „Lýðræðinu ekki til framdráttar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN SÁ SVO AÐ SÉR...........

Því að hans mati gat hann gert enn meira af sé en þegar var komið og ef komið Ices(L)ave í gegn og þannig komið þjóðinni endanlega yfir um....................
mbl.is Íhugaði að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANGIÐ EINS OG HUNDUR Á ROÐI Í STEFNUNNI SEM VAR NÁLÆGT ÞVÍ AÐ GANGA FRÁ ÞJÓÐINNI........

Gunnarsstað Móri hangir endalaust á því að með því að AUKA skattheimtuna þá sé hægt að auka tekjur ríkisins.  Við höfum bara svo mörg dæmi um það að þegar skattur er kominn yfir viss mörk þá fer hann að virka ÖFUGT þannig að þegar skatturinn HÆKKAR þá LÆKKA tekjur ríkisins en jarðfræðingar taka engan grunnáfanga í hagfræði og því er kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann viti þetta frekar en margt annað................
mbl.is Tókust á um fjárlög og hundalógík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI BARA AFTASTUR - HELDUR AF ÞJÓNUSTUSVÆÐINU...........

Þetta er nú ekki til að hjálpa liðinu í þeim fjárhagsvandræðum, sem það er í um þessar mundir.  Kimi Raikkonen segir t.d að hann hafi ekki fengið eitt einasta pund í launagreiðslur þetta árið, frá liðinu.  Það er bara talið bjarga liðinu fjárhagslega ef og þegar Maldonado kemur þar inn með sína sterku bakhjarla.  Það er ljóst að Lotus bíllin er mjög öflugur en liðið sárvantar fjármagn og er horft til þess að það komi með Maldonado og þá verði bjartari dagar.  En það er nokkuð mikið að gerast á ökumannamarkaðnum núna Adrian Sutil var að semja, hann vildi ekki gefa upp við hvern en sagði að það yrði gert opinbert eftir tvær vikur.  Því er slegið föstu að Chilton fari til "stærra" liðs en það er ekkert staðfest.   Fæstir ökumannanna hjá minni liðunum eru búnir að ganga frá sínum málum fyrir næsta ár en mesta athygli vekur ráðningin á 19 ára Rússa til Toro Rosso í stað Riccardo (ég man ekki nafnið á honum) og hann er ekki einu sinni kominn með "super license" (ökuskírteini sem gefur leifi til að keppa í formúlu 1)................
mbl.is Räikkönen sendur á aftasta rásstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband