Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
17.1.2014 | 15:49
DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ AF HANS HÁLFU
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann fær svona lagað yfir sig. Segir það ekki eitthvað um sannleiksgildið í þessum ásökunum? Þessi maður hefur ávalt litið á sig þannig að hann væri á hærri "skör" en gengur og gerist með aðra menn, semsagt hann hefur lengi verið í "smákóngaleik" og er haldinn þeirri ranghugmynd að allir eigi að standa og sitja eins og hann vill.
Myndi svara fullum hálsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2014 | 10:33
FORRÁÐAMENN ESB VIRÐAST GERA SÉR GREIN FYRIR STÖÐUNNI......
Það er eitthvað annað en Íslenskir INNLIMUNARSINNAR gera. Þeir berja hausnum í steininn og reyna að beita fyrir sig lygum og undirferli til að ljúga viðræður af stað aftur.......
Öflugt samstarf óháð umsókninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2014 | 12:41
ÞAÐ ER BARA ENGIN BORG TIL SEM HEITIR KÆNUGARÐUR
Þó svo að fyrir mörg hundruð árum hafi norrænir víkingar kallað borgina Kiev í Ukrainu "Kænugarð" þá heitir borgin Kiev. Þessi árátta fjölmiðla að "þýða" erlend borgarnöfn er í besta falli kjánaleg og hallærisleg.
Slasaðir eftir átök í Kænugarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2014 | 09:15
Föstudagsgrín
Pabbi, hvað er glasabarn?
Það er barn, sem hefur orðið til í fylleríi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2014 | 10:23
ÞETTA ER EKKI FLÓKIÐ.................
Það vita allir sem einhverja hugmynd hafa um "tímabeltin" og legu landa á þessum tímabeltum. Þar sem enginn tímamunur er, er á svokölluðu GMT (Greenwich Mean Time), en sú lína gengur í gegnum Greenwich í London. Einhverjum vanvita datt í hug að staðsetja Ísland á þessu belti (þessi aðili hefur ekki verið með það alveg á hreinu hvort Ísland tengdist meira Evrópu eða Ameríku, en hann hefur kosið Evrópu). Það sér það hver heilvita maður að Ísland er staðsett EINU TÍMABELTI OF AUSTARLEGA, miðað við legu landsins og því ÆTTI AÐ SEINKA KLUKKUNNI UM EINN KLUKKUTÍMA og þar með að leiðrétta þessa vitleysu í eitt skipti fyrir öll. Það er ekki að ástæðulausu, sem jörðinni er skipt niður í þessi "tímabelti" en aðalástæðan er sú að SAMSTILLA LÍKAMSKLUKKUNA OG SÓLARGANGINN. EVRÓPUSINNAR hafa sett sig upp á móti því að klukkunni veri seinkað frekar vilja þeir ganga lengra í vitleysunni og taka upp "sumartíma" hér á landi eins og er gert í Evrópu. En hvort sem menn eru INNLIMUNARSINNAR eða ekki þá verður að laga þetta, því eins og fram kemur í fréttinni, sem ég vísa í, þá er þetta að valda miklum skaða fyrir þjóðfélagið í dag.
Íslendingar rangt stilltir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2014 | 22:24
"ER EKKI TÍMI TIL KOMINN AÐ TENGJA"????????
Það hefur nokkuð oft komið í ljós, á yfirstandandi kjörtímabili að meirihlutinn í stjórn borgarinnar, er ekki alveg í sambandi við borgarbúa og virðist lítið vita hvað er að gerast í borginni............
Þetta er bara fráhrindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2014 | 20:39
AUÐVITAÐ, EF RÁS TVÖ Á AÐ LIFA VERÐUR GUÐNI MÁR AÐ VERA......
Það er bara þannig að Guðni Már hefur alveg einstaka rödd, sem gengur afskaplega vel í útvarp og svo má ekki gleyma því að Guðni Már býr yfir alveg einstökum persónutöfrum, sem skína í gegn í öllum hans þáttum. Þessi maður er einstök gersemi og vona ég að við fáum að njóta nærveru hans á öldum ljósvakans lengi enn..............
Guðni Már er ennþá á RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2014 | 10:08
ÁRLEGUR ÁRÓÐUR HAFINN HJÁ ÞESSUM HRYÐJUVERKSAMTÖKUM.....
Sem, fyrirtæki og einstaklingar á vesturlöndum styðja af miklum "rausnarskap" og gera Paul Watson færi á að reka hryðjuverkastarfsemi sína með bestu tækjum og búnaði sem völ er á. Ekki hef ég með nokkru móti getað skilið hvers vegna á að vernda hvali umfram einhverjar aðrar skepnur? Það hafa lengi verið helstu rök hvalverndunarsinna að þetta séu svo gáfaðar skepnur og tilfinningaríkar en nýlega voru birta rannsóknir, sem sýndu að hvalir væru bara frekar heimskir og þar væri í það minnsta ekki ástæða til að vernda þá sérstaklega vegna gáfnafars. Það kom líka fram að það gekk mjög erfiðlega að fá þessar rannsóknir birtar í vísindaritum, aðallega vegna þess að hvalverndunarsinnar vildu ekki að þessar niðurstöður yrðu kunnar almenningi og mynd kannski skaða málstað friðunarsinna, sem ekki er nú "beysinn" fyrir. Nokkuð góð fannst mér sú skýring (man ekki frá hverjum hún var) að hvalir væru bara beljur hafsins..................
Blóðbað í Suðurhöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2014 | 22:41
ÞAÐ VIRÐIST VERA EITTHVAÐ MIKIÐ AÐ HJÁ HENNI
Það fer mjög lítið fyrir því að hún reyni að nálgast hlutina með opnum huga heldur virðist eiga að koma öllu í gegn með gamalli "kommafrekju" , látum og ef það dugir ekki til þá er beitt undirferli................
Vill fund um ákvörðun ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2014 | 13:21
MEÐ ÖÐRUM ORÐUM "SETJA SKIPIÐ NÁLÆGT SINNI UPPHAFLEGU HÖNNUN"
Samkvæmt upphaflegri teikningu átti Herjólfur að vera nokkrum metrum lengri (ég man ekki alveg hversu margir metrarnir áttu að vera. Ef einhver man það væri vel þegið að hann léti vita). En það var talið betra að stytta skipið, svo betra yrði að athafna sig á því í höfninni í Eyjum og líka þótti skipið óþarflega stórt. En eins og flestir vita þá eru allar stærðir í upphaflegri hönnun þess miðaðar við hámarks hæfni þess til siglinga þannig að um leið og einhverjum stærðum er breytt skerðist sjóhæfni skipsins. Þetta hefur verið vitað lengi og því á það alls ekki að vera pólitísk ákvörðun hvort átt er við teikningar skips eða ekki. Það á þá bara að teikna minna skip ef þess þarf............
Breyti Herjólfi til að hann snúist síður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |