Bloggfærslur mánaðarins, október 2014

VIÐ HVAÐ ERU MENN EIGINLEGA HRÆDDIR????

Skiptir kynhneigð manna máli?  En áður en hann opinberaði kynhneigð sína, hafði ekki nokkur maður áhuga á því að honum væri meinað að koma til Rússlands.  Er þetta eina breytingin og réttlætir hún svona ummæli????
mbl.is Fordæmir forstjóra Apple fyrir samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Tveir starfsmenn spilavítis stóðu við spilaborð þegar ákaflega hugguleg ljóska kom aðvífandi og kvaðst ætla að veðja 20.000 dollurum á eitt númer í borðinu. "Ég vona að ykkur sé sama" sagði ljóskan, "en ég er alltaf heppnari þegar ég er nakin" og þar með svipti hún sig klæðum, studdi á spilahnapp og skrækti "nú er lag, mig vantar ný föt!"
Síðan hoppaði hún hæð sína og hrópaði: "Yes, yes, ég VANN, ÉG VANN!", þreif fötin sín ásamt öllum peningunum sem voru á borðinu og hvarf á braut.
Gjafararnir störðu undrandi hvor á annan, að endingu gat annar þeirra stunið upp: "Á hvaða tölu veðjaði hún?"
Hinn svaraði: "Það veit ég ekki, varst þú ekki að fylgjast með því?"
LÆRDÓMUR: Ljóskur eru ekki allar heimskar, EN karlmenn eru og verða KARLMENN


MENN MEGA EKKI MISSA SIG Í SIGURVÍMU EFTIR ÞENNAN LEIK........

Ísraelsmennirnir voru bara "arfaslakir" og ef strákarnir okkar hefðu ekki unnið þennan leik hefðu þeir alveg getað hætt þessu strax og gefið keppnina upp á bátinn.  Ísraelarnir náðu þó að hanga í strákunum okkar í fyrri hálfleik eða þar til Aron Freyr kom í markið (það hefði í rauninni átt að skipta um markmann miklu fyrr).  Strákarnir gerðu allt of mörg "byrjendamistök" (ónákvæmar sendingar, fengu dæmd á sig skref og flýttu sér of mikið í sóknunum).  Það eru nokkur atriði sem þeir verða að laga ef þeir ætla sér eitthvað á sunnudaginn því þá spila þeir á móti alvöru  liði sem ekki leyfir mótherjunum að vera með neitt kæruleysi.................
mbl.is Sigurbergur: Gott að vinna sannfærandi sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"EKKI ER ALLT SEM SÝNIST"

Eins og fram kemur í viðkomandi frétt.  Þarna er jú verið að tala um "grunnfargjald" en þá er eftir að reikna ýmislegt inn eins og t.d. "töskugjaldið, flugvallarskatta og fleira.  Þetta er svipað og þegar læknar og fleiri eru að tala um launin, þá nefna þeir alltaf grunnlaunin en sleppa því að tala um viðbæturnar, sem eru jú laun líka.  Annars upplifði ég þessa "hörðu markaðssetningu" á eigin skinni um daginn.  Einn aðili auglýsti ferðir til London á meiriháttar kjörum á heimsíðunni sinni.  Ég fór út af heimasíðunni á meðan ég hugsaði málið.  En ég ákvað að láta slag standa og fór aftur inn á heimasíðuna, en viti menn þá voru þessi verð ekki lengur í boði HELDUR HAFÐI ÞAÐ HÆKKAÐ UM 7.700 KRÓNUR og þar með varð ekkert úr að ég skellti mér til London.  Seinna sagði mér maður að þetta væri nokkuð mikið gert, af þeim sem væru að selja á "netinu".  Allir hafa sína IP tölu og þegar hún kemur í fyrsta skipti inn, þá koma þessi "tilboð" upp, þeir sem eru fljótir að ákveða sig fá þessi verð en menn sem eru ekki fljótir til (fara út af síðunni og koma seinna inn til að klára dæmið) fá hreinlega ekki þessa möguleika upp þegar IP talan þeirra kemur upp í annað skiptið...................
mbl.is Fargjald WOW of gott til að vera satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM HEFUR ÞESSI AÐILI KOMIST UPP MEÐ ÞETTA??

Maður hefur séð ökutæki á götunum, sem eru  komin örlítið á annað ár framyfir skoðun, en ég held að það heyri nú alveg til undantekningar.  Flestir ná ekki ári þar til þeir eru teknir úr umferð af lögreglu.   Þannig að þarna er um heldur vafasamt met að ræða og mikil heppni að þessi aðili skyldi ekki hafa valdið slysi, því hann væri alveg örugglega ekki borgunarmaður fyrir þeim skaða sem hann hefði valdið...........
mbl.is Ekki mætt í skoðun í sex ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VINSTRI "VITLEYSAN" LÆTUR EINS OG HÚN SÉ ALSAKLAUS.....

Þau stóðu fyrir stanslausum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu og loksins þegar tókst að koma þeim frá var orðið neyðarástand og ástandið orðið því sem næst óviðráðanlegt.  En svo kemur Björn Valur í sjónvarpsþáttinn Eyjuna og talar eins og vandi Landspítalans hafi hafist þegar núverandi ríkisstjórn tók við.  Getur verið að maðurinn hafi fengið alvarlegt höfuðhögg eða þá að hann sé bara svona lyginn og ómerkilegur eins og fram kom í áðurnefndum þætti og reyndar í hvert einasta skipti sem hann hefur tjáð sig?????

HVAÐ SKYLDI REYKJANESBRAUTIN HAFA MEÐ ÞESSAR FRÉTTIR AÐ GERA?????

Kannski eiga þeir engar myndir frá Holtavöruheiðinni eða Bröttubrekku, í myndasafninu?  Einhver hlýtur ástæðan að vera.................
mbl.is Hálka á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ HEFST LÍKA "VERTÍÐ" HJÁ BJÖRGUNARSVEITUNUM

En sem betur fer fara menn betur búnir til rjúpnaveiða en áður, en samt sem áður koma upp nokkur tilfelli á hverju ári þar sem björgunarsveitir eru kallaðar út til aðstoðar við rjúpnaskyttur.  Ástæðurnar eru margskonar en í langflestum tilfellum er að ræða að menn bregðast ekki rétt við breytingum á veðráttu og eru illa undir það búnir að breytingar á veðráttu geta orðið á örskotsstundu.
mbl.is Betra að snúa við en lenda í ógöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EIN BIRTINGARMYND ÞEIRRAR VITLEYSU SEM ER Í GANGI VARÐANDI ÞETTA MÁL

Og hreinlega bara þá móðursýki sem er í gangi.  Að vera að heimta þjóðaratkvæðagreiðslur um alla mögulega og ómögulega hluti er ekkert annað væl um aukna miðstýringu og forræðishyggju.  Svona lagað er ekkert annað en beint vantraust á þingið (sem er kannski ekki svo skrítið) en við kusum þetta þing og verðum að treysta þessu fólki til að leysa úr málunum á Alþingi, en ekki að hrópa um þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert skipti sem eitthvað "heitt" mál kemur upp.  Við getum alveg eins lagt þingið niður og leyst´öll mál með þjóðaratkvæðagreiðslum og til að spara væri hægt að þjappa öllum málefnunum saman í svona tvær þjóðaratkvæðagreiðslur á ári - aðra í júní og hina í lok desember og þar yrði kosið um öll mál sem þingið hefði átt að taka fyrir..............


mbl.is Þjóðin kjósi um hríðskotabyssurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÆMIGERÐ VIÐBRÖGÐ ÞINGMANNA STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR

Sem hafa, með þessu bulli sínu í dag, opinberað hversu fávísir og fljótfærir þeir eru.  Þeir hafa opinberað það fyrir alþjóð að meirihluti þeirra er með grein langt undir því sem getur talist ásættanlegt fyrir fólk sem gegnir þeim  störfum sem þeim hafa verið falin fyrir þjóðina.  Helgi Pírati opinberaði það að hann hefði bara átt að halda sig við að spila tölvuleiki en ekki fara á þing og rugla sína vitleysu þar.  Ræða Björns Vals, var þvílík endaleysa og kjaftæði að maðurinn, ef hann hefur einhverja samvisku og snefil af manndómi, þá hlýtur hann að fá "martraðir" bara við það eitt að hugsa til þess að hann hafi tekið til máls og tekið þátt í þessari umræðu.  Umræðan í dag sýnir það hversu  aum og málefnafátæk stjórnarandstaðan er en ég held að það sjái allir að dagurinn var síður en svo góður fyrir stjórnarandstöðuna......................
mbl.is Hríðskotabyssurnar norsk gjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband